Ég gæti ekki verið með í þeim flokki 24. janúar 2012 06:00 Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar