Erlent

Gingrich með afgerandi forystu í Flórída

Newt Gingrich.
Newt Gingrich.
Newt Gingrich hefur tekið afgerandi forystu fyrir prófkjörið í Flórída samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Gingrich mælist nú með 41% atkvæða en Mitt Romney með 32%. Fyrir aðeins tveimur vikum mældist Romney með 22% forskot á Gingrich í ríkinu. Í nýrri könnun á landsvísu mælast þeir hinsvegar með jafnmikið fylgi.

Kosið verður í Flórída þann 31. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×