Erlent

Fundu einn af forfeðrum spendýra á jörðinni

Vísindamenn hafa fundið steingerðar leifar rándýrs sem var uppi um 30 milljónum ára fyrir stórveldistíma risaeðlanna eða fyrir um 260 milljónum ára.

Rándýr þetta var á stærð við stóran hund en höfuðkúpa þess mælist 35 sentimetar á lengd. Dýr þetta fannst í suðurhluta Brasilíu og því er lýst sem samblandi af tígrisdýri og komódódreka.

Vísindamennirnir segja að þetta dýr eigi meira sameiginlegt með tigrísdýrum en risaeðlum og sé forfaðir spendýra á permíska tímabilinu í sögu jarðarinnar.

Í lok þess tímabils hurfu risaeðlurnar af yfirborði jarðar sem og flest allt líf á jörðinni í gífurlegum náttúruhamförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×