Erlent

Einni klukkustund af efni hlaðið inn á YouTube á hverri sekúndu

Robert Kyncl, einn af stjórnendum YouTube.
Robert Kyncl, einn af stjórnendum YouTube. mynd/AFP
Myndbandavefsíðan YouTube hefur aldrei vinsælli en nú. Rúmlega 60 klukkustundum af efni er hlaðið inn á vefsíðuna á hverri mínútu. Um fjórir milljarðar heimsækja síðuna á hverjum degi.

Stjórnendur YouTube birtu upplýsingarnar í dag. Þar kemur fram að myndböndum á síðunni hefur fjölgað tífalt síðan árið 2007.

Árið 2007 var sex klukkustundum af efni hlaðið inn á síðuna á hverri klukkustund. Sú aukning hélt áfram næstu árin. Fyrir tveimur árum var 24 klukkustundum af efni bætt við síðuna á klukkustund.

Stjórnendur síðunnar segja að vinsældir hennar séu enn að aukast.

YouTube fékk nýtt útlit á síðast ári. Stjórnendur síðunnar vildu leggja áherslu á þann mikla fjölda kvikmynda í fullri lengd sem finna má á vefsíðunni. Einnig sóttust þeir eftir því að undirstrika samskiptamöguleika YouTube.

Hægt er að fylgjast með tölfræði YouTube í rauntíma á vefsíðunni onehourpersecond.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×