Erlent

Gengu í hjónaband þegar ástandið versnaði

Jimmy New og Heather Taylor.
Jimmy New og Heather Taylor. mynd/9news
Heather Taylor og Jimmy New gengu í hjónaband á sunnudaginn. Þetta er var þó ekki beinlínis drauma brúðkaup. Heather greindist nýlega með heilaæxli og nú þegar ástand hennar versnar ákvað Jimmy að biðja um hönd hennar.

Heather greindist upphaflega með brjóstakrabbamein árið 2010. Hún og Jimmy höfðu þá verið saman í tæpt ár. Heather gekkst undir erfiða krabbameinsmeðferð.

Það kom síðan í ljós að Heather var með heilaæxli.

Jimmy ákvað að biðja Heather þegar meðferðin stóð sem hæst. Þau gengu í hjónaband í lítilli kapellu í Sankti Antóníus spítalanum í Lakewood í Colorado.

Heather var ekki í brúðarkjól. Í staðinn var hún klædd hvítum stuttermabol sem á stóð „Brúður." Hjólastóll hennar var skreyttur bleikum blöðrum og níu ára gamall sonur hennar hélt á brúðarvendinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×