Þjónusta við Alzheimersjúklinga Brynja Dadda Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2012 15:00 Það að vera aðstandandi sjúklings með heilabilun er ekki hlutverk sem maður undirbýr sig undir. Það virðist einhvern veginn hafa læðst upp að okkur og allt í einu höfum við þetta óumbeðna stóra hlutverk á okkar herðum. Það eru til mörg afbrigði af heilabilun og trúlega eru engir tveir sjúklingar eins þótt allir hafi einhver grunneinkenni sem vísa okkur veginn. Þetta hefur ekki verið auðrataður vegur en við systkinin höfum verið að fikra okkur eftir honum undanfarin ár. Nú eru liðin nokkur ár síðan faðir okkar fór að sýna einkenni sem í fyrstu flokkuðust undir ellihrörnun en síðar kom í ljós að voru fyrstu einkenni Lewy Body Disease, sem á skyldleika að rekja til Parkinsons og Alzheimer. Eftir fyrstu greiningu kemur aðlögunartími aðstandenda, afneitun og reiði og öll önnur stig sorgarinnar. Þetta er nefnilega eins og sorgarferli. Pabbi okkar eins og við þekkjum hann hefur breyst mikið og er alltaf að týnast meira inn í þennan heim sjúkdómsins. Við þurfum að læra heilmargt um sjúkdóminn og þennan nýja einstakling sem kemur þarna í ljós. Á þessu lærdómsferli okkar höfum við notið liðsinnis heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem rutt hafa brautina og erum við óendanlega þakklát fyrir þá hjálp. Ber þar fyrst að nefna Minnismóttökuna á Landakoti en þar er samankomin mikil viska og reynsla í frábæru starfsfólki sem vinnur við þröngan kost. Þangað leituðum við eftir ábendingu og tilvísun frá heimilislækni föður okkar sem hefur einnig stutt okkur vel. Á Landakoti fengum við okkar fyrstu kennslustundir og ábendingar um heimalærdóm. Þetta er nefnilega mikið heimalærdómur, við verðum að vera dugleg að finna okkur upplýsingar sjálf og miðla okkar á milli. DagþjálfunEn í þessu sjúkdómsferli pabba okkar í dag er eitt atriði sem, að okkar mati, hefur alveg bjargað okkur. Það er Drafnarhús í Hafnarfirði, dagþjálfun sem Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga rekur, FAAS. Nú eru nokkrir mánuðir síðan hann fékk þar pláss og þótt fyrstu dagarnir á undan hafi verið erfiðir og reynt vel á þolrifin er hann oftast ljómandi glaður og ánægður að mæta í "vinnuna" á hverjum degi. Og allir hinir ná að hvílast, ekki síst móðir okkar sem borið hefur hitann og þungann af þessu ferli. Það að hann er glaður segir okkur að sjálfsögðu að honum líður vel þarna og þvílíkur léttir sem það er fyrir aðstandendur að hafa þetta öryggi. Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda hvar við værum í dag ef ekki hefði komið til þetta dásamlega hús með þessu frábæra, rólega, hlýja fólki sem þarna er að vinna mikið hugsjónastarf. Það er erfitt fyrir okkur, sem stöndum heilbrigð á hliðarlínunni, að setja okkur inn í heim þess heilabilaða. Við vitum ekkert hvernig hugsun og skynjun er hjá svona veikum einstaklingi. Við skiljum ekki hvernig engin rökhugsun kemur út eða fer inn, að okkar mati. Því er ákaflega mikilvægt að viðmót fólks til sjúklinganna breytist ekki. Þótt okkur finnist oft faðir okkar sýna þroska á við 5 ára barn á hann enn skilið að við komum fram við hann af virðingu og sýnum þolinmæði. Starfsfólk Drafnarhúss á nóg af þolinmæði, hlýju og tíma, það er aðdáunarvert og okkur hinum til fyrirmyndar. Heima er best Stefna heilbrigðisyfirvalda í dag er að allir séu heima sem lengst og í samræmi við þá stefnu hefur heimahjúkrun verið efld. Samstarf á milli ríkis og sveitafélaga hefur verið samræmt og þar fléttast inn ýmis þjónusta eins og matarsendingar, akstur og aðstoð við ræstingu og önnur umönnun. Þetta er alveg góðra gilda vert ef þjónustan stendur undir því. Við hljótum flest að geta verið sammála um að heima er best og sjálfstæði er okkur mikilvægt. Að sama skapi er gott að vita af því að þjónustan er til staðar ef á þarf að halda. Það gefur augaleið að starfsemi eins og þessi er aldrei rekin með peningalegum hagnaði og það er ekki hægt að sýna fram á "jákvæðar tölur" á blaði. En hagnaðurinn mælist í þjónustunni sem er rekin þarna og ánægju vistmanna og fjölskyldna þeirra, það verða því miður aldrei tölur á blaði. Þessar línur eru settar á blað til að reyna að sanna fyrir ykkur að sá hagnaður er svo rosalega dýrmætur að við megum undir engum kringumstæðum tapa honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það að vera aðstandandi sjúklings með heilabilun er ekki hlutverk sem maður undirbýr sig undir. Það virðist einhvern veginn hafa læðst upp að okkur og allt í einu höfum við þetta óumbeðna stóra hlutverk á okkar herðum. Það eru til mörg afbrigði af heilabilun og trúlega eru engir tveir sjúklingar eins þótt allir hafi einhver grunneinkenni sem vísa okkur veginn. Þetta hefur ekki verið auðrataður vegur en við systkinin höfum verið að fikra okkur eftir honum undanfarin ár. Nú eru liðin nokkur ár síðan faðir okkar fór að sýna einkenni sem í fyrstu flokkuðust undir ellihrörnun en síðar kom í ljós að voru fyrstu einkenni Lewy Body Disease, sem á skyldleika að rekja til Parkinsons og Alzheimer. Eftir fyrstu greiningu kemur aðlögunartími aðstandenda, afneitun og reiði og öll önnur stig sorgarinnar. Þetta er nefnilega eins og sorgarferli. Pabbi okkar eins og við þekkjum hann hefur breyst mikið og er alltaf að týnast meira inn í þennan heim sjúkdómsins. Við þurfum að læra heilmargt um sjúkdóminn og þennan nýja einstakling sem kemur þarna í ljós. Á þessu lærdómsferli okkar höfum við notið liðsinnis heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem rutt hafa brautina og erum við óendanlega þakklát fyrir þá hjálp. Ber þar fyrst að nefna Minnismóttökuna á Landakoti en þar er samankomin mikil viska og reynsla í frábæru starfsfólki sem vinnur við þröngan kost. Þangað leituðum við eftir ábendingu og tilvísun frá heimilislækni föður okkar sem hefur einnig stutt okkur vel. Á Landakoti fengum við okkar fyrstu kennslustundir og ábendingar um heimalærdóm. Þetta er nefnilega mikið heimalærdómur, við verðum að vera dugleg að finna okkur upplýsingar sjálf og miðla okkar á milli. DagþjálfunEn í þessu sjúkdómsferli pabba okkar í dag er eitt atriði sem, að okkar mati, hefur alveg bjargað okkur. Það er Drafnarhús í Hafnarfirði, dagþjálfun sem Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga rekur, FAAS. Nú eru nokkrir mánuðir síðan hann fékk þar pláss og þótt fyrstu dagarnir á undan hafi verið erfiðir og reynt vel á þolrifin er hann oftast ljómandi glaður og ánægður að mæta í "vinnuna" á hverjum degi. Og allir hinir ná að hvílast, ekki síst móðir okkar sem borið hefur hitann og þungann af þessu ferli. Það að hann er glaður segir okkur að sjálfsögðu að honum líður vel þarna og þvílíkur léttir sem það er fyrir aðstandendur að hafa þetta öryggi. Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda hvar við værum í dag ef ekki hefði komið til þetta dásamlega hús með þessu frábæra, rólega, hlýja fólki sem þarna er að vinna mikið hugsjónastarf. Það er erfitt fyrir okkur, sem stöndum heilbrigð á hliðarlínunni, að setja okkur inn í heim þess heilabilaða. Við vitum ekkert hvernig hugsun og skynjun er hjá svona veikum einstaklingi. Við skiljum ekki hvernig engin rökhugsun kemur út eða fer inn, að okkar mati. Því er ákaflega mikilvægt að viðmót fólks til sjúklinganna breytist ekki. Þótt okkur finnist oft faðir okkar sýna þroska á við 5 ára barn á hann enn skilið að við komum fram við hann af virðingu og sýnum þolinmæði. Starfsfólk Drafnarhúss á nóg af þolinmæði, hlýju og tíma, það er aðdáunarvert og okkur hinum til fyrirmyndar. Heima er best Stefna heilbrigðisyfirvalda í dag er að allir séu heima sem lengst og í samræmi við þá stefnu hefur heimahjúkrun verið efld. Samstarf á milli ríkis og sveitafélaga hefur verið samræmt og þar fléttast inn ýmis þjónusta eins og matarsendingar, akstur og aðstoð við ræstingu og önnur umönnun. Þetta er alveg góðra gilda vert ef þjónustan stendur undir því. Við hljótum flest að geta verið sammála um að heima er best og sjálfstæði er okkur mikilvægt. Að sama skapi er gott að vita af því að þjónustan er til staðar ef á þarf að halda. Það gefur augaleið að starfsemi eins og þessi er aldrei rekin með peningalegum hagnaði og það er ekki hægt að sýna fram á "jákvæðar tölur" á blaði. En hagnaðurinn mælist í þjónustunni sem er rekin þarna og ánægju vistmanna og fjölskyldna þeirra, það verða því miður aldrei tölur á blaði. Þessar línur eru settar á blað til að reyna að sanna fyrir ykkur að sá hagnaður er svo rosalega dýrmætur að við megum undir engum kringumstæðum tapa honum.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar