Var "fasteignasali“ leiddur út úr pókerklúbb í járnum? Stjórn og framkvæmdastjóri FF skrifar 17. desember 2012 14:45 Fyrir skömmu birtust fjórar fréttir í fjölmiðlum um aðkomu fasteignasala að refsiverðri háttsemi. Fyrsta fréttin varðaði fasteignasala sem hafði verið handtekinn í spilavíti sem hann hafði rekið og verið leiddur út í járnum vegna mótþróa. Næst birtist frétt um fasteignasala sem hafði komið nærri peningaþvætti og var grunaður um stórfelld fjármunabrot. Því næst var komið að fréttaflutningi um fasteignasala sem hafði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, en þessi fjársvik tengdust Hells Angels-samtökunum. Þá var komið að fréttum um fasteignasala sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar. Ekki er langt síðan viðamikil umfjöllun birtist um mann sem hafði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot auk stórfelldra líkamsmeiðinga og hlotið langan refsidóm fyrir þau svívirðilegu brot. Í öllum þessum tilvikum þótti sérstaklega fréttnæmt að viðkomandi væri fasteignasali. Eitt er þó sammerkt öllum þeim fréttum sem hér að framan eru nefndar. Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið það! Ekki þarf að fjölyrða að hver einasta sérfræðistétt á landinu ætti erfitt með að una svo röngum fréttaflutningi, þar sem orðspor og virðing skiptir allar sérfræðistéttir miklu. Starfsheitið fasteignasali er lögverndað starfsheiti og enginn má kalla sig fasteignasala eða koma fram sem slíkur nema hann hafi löggildingu til þess á grundvelli menntunar, reynslu og óflekkaðs mannorðs auk ýmissa annarra strangra skilyrða. Það að einhver þeirra aðila sem að framan greinir kunni að hafa einhvern tímann unnið sem aðstoðarmaður (sölumaður) er víðs fjarri því að viðkomandi sé eða hafi verið fasteignasali. Listi yfir alla fasteignasala og myndir af þeim má sjá inni á heimasíðu Félags fasteignasala, ff.is. Þá má geta þess að allir fasteignasalar hafa skírteini á sér sem ber með sér hvort þeir eru fasteignasalar eða löggiltir fasteignasalar, sem rétt er að geta að er alveg það sama. Misbeiting á að aðilar séu kynntir sem fasteignasalar án þess að vera það varðar refsingu skv. lögum. Stjórn og framkvæmdastjóri FF; Ingibjörg Þórðardóttir, Ágústa Hauksdóttir, Einar Páll Kjærnested, Kjartan Hallgeirsson, Viðar Böðvarsson, Sigrún Stella Einarsdóttir, Sigurbjörn Skarphéðinsson, Grétar Jónasson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fjórar fréttir í fjölmiðlum um aðkomu fasteignasala að refsiverðri háttsemi. Fyrsta fréttin varðaði fasteignasala sem hafði verið handtekinn í spilavíti sem hann hafði rekið og verið leiddur út í járnum vegna mótþróa. Næst birtist frétt um fasteignasala sem hafði komið nærri peningaþvætti og var grunaður um stórfelld fjármunabrot. Því næst var komið að fréttaflutningi um fasteignasala sem hafði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, en þessi fjársvik tengdust Hells Angels-samtökunum. Þá var komið að fréttum um fasteignasala sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar. Ekki er langt síðan viðamikil umfjöllun birtist um mann sem hafði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot auk stórfelldra líkamsmeiðinga og hlotið langan refsidóm fyrir þau svívirðilegu brot. Í öllum þessum tilvikum þótti sérstaklega fréttnæmt að viðkomandi væri fasteignasali. Eitt er þó sammerkt öllum þeim fréttum sem hér að framan eru nefndar. Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið það! Ekki þarf að fjölyrða að hver einasta sérfræðistétt á landinu ætti erfitt með að una svo röngum fréttaflutningi, þar sem orðspor og virðing skiptir allar sérfræðistéttir miklu. Starfsheitið fasteignasali er lögverndað starfsheiti og enginn má kalla sig fasteignasala eða koma fram sem slíkur nema hann hafi löggildingu til þess á grundvelli menntunar, reynslu og óflekkaðs mannorðs auk ýmissa annarra strangra skilyrða. Það að einhver þeirra aðila sem að framan greinir kunni að hafa einhvern tímann unnið sem aðstoðarmaður (sölumaður) er víðs fjarri því að viðkomandi sé eða hafi verið fasteignasali. Listi yfir alla fasteignasala og myndir af þeim má sjá inni á heimasíðu Félags fasteignasala, ff.is. Þá má geta þess að allir fasteignasalar hafa skírteini á sér sem ber með sér hvort þeir eru fasteignasalar eða löggiltir fasteignasalar, sem rétt er að geta að er alveg það sama. Misbeiting á að aðilar séu kynntir sem fasteignasalar án þess að vera það varðar refsingu skv. lögum. Stjórn og framkvæmdastjóri FF; Ingibjörg Þórðardóttir, Ágústa Hauksdóttir, Einar Páll Kjærnested, Kjartan Hallgeirsson, Viðar Böðvarsson, Sigrún Stella Einarsdóttir, Sigurbjörn Skarphéðinsson, Grétar Jónasson.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun