Barnamiðuð nálgun í barnaverndarstarfi Anni G. Haugen og María Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:30 Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun