Barnamiðuð nálgun í barnaverndarstarfi Anni G. Haugen og María Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:30 Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér á landi búum við við þau forréttindi að vera með gott barnaverndarkerfi sem er ætlað að styðja fjölskyldur og hlúa að börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Barnaverndarstarfið er viðkvæmt og stundum flókið þar sem ætíð er um að ræða viðkvæm mál sem varða börn, foreldra þeirra og stundum aðra ættingja. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ meiri áhersla á að virkja börnin til þátttöku þegar mál þeirra er komið til kasta barnaverndarnefnda. Þessi stefna er í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans og barnaverndarlaganna þar sem skýrt er kveðið á um rétt barna til þátttöku í ákvörðunum og málum sem varða þau sjálf. Fræðimenn hafa einnig bent á að sjónarhorn barna er oft og tíðum annað en sýn hinna fullorðnu. Hér er ekki átt við að börnin eigi að taka allar ákvarðanir í sínu lífi heldur að þau fái tækifæri til að segja sína hlið á málinu og að hlustað sé á þær hugmyndir sem þau hafa fram að færa. Vilja taka þátt Rannsóknir á þátttöku barna í barnaverndarmálum benda til að nokkuð skorti á að þau fái að taka þátt og að leitað sé eftir sjónarmiðum þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að almennt er lítið talað við börn sem búa við erfiðar aðstæður svo sem skilnað foreldra eða ofbeldi. Þegar börnin sjálf eru spurð kemur hins vegar í ljós að þau vilja taka þátt, þau vilja að á þau sé hlustað, að rætt sé við þau um þær erfiðu aðstæður sem þau kunna að vera í. Fagfólk talar stundum um að hlífa eigi börnum við slíkum samtölum en þeim finnst þau ekki erfið, enda er þá verið að ræða um þeirra raunveruleika og upplifun á aðstæðunum. Barnamiðuð nálgun er viðurkennd vinnuaðferð félagsráðgjafa í barnavernd þar sem þátttaka barna er höfð að leiðarljósi og þungamiðja starfsins. Lögð er áhersla á að bæði börnin og foreldrar þeirra komi fram með sjónarmið sín og þau virkjuð til að finna viðeigandi lausnir á þeim vanda sem fjölskyldan stendur frammi fyrir. Með þessu er verið að viðurkenna barnið sem sjálfstæðan einstakling með eigin þarfir sem ber að virða og hlusta á. Ýmsar vísbendingar eru nú um aukna áherslu á barnamiðaðri nálgun í starfi félagsráðgjafa í barnavernd. Eins og aðstæður eru í dag er vinnuálag barnaverndarstarfsmanna mjög mikið. Árið 2011 barst barnaverndarnefndum landsins 8.680 tilkynningar. Ef haft er í huga að starfsmenn nefndanna á landinu öllu voru 116 er ljóst að vinnuálag er mikið og að erfitt getur verið að vinna út frá kröfum samtímans er varða þátttöku barna. Mikilvægt er að styrkja þetta vinnulag en til þess að það verði hægt er nauðsynlegt að skapa barnaverndarstarfsmönnum aukið svigrúm, tíma, aðstæður og þannig mæta réttindum og óskum barna um þátttöku.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun