Erlent

Er hugsanlega faðir 600 barna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að allt að sexhundruð börn hafi verið getin með sæði úr Wiesner.
Talið er að allt að sexhundruð börn hafi verið getin með sæði úr Wiesner. mynd/ getty.
Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar.

Árið 2007 voru DNA próf gerð á átján einstaklingum sem höfðu verið getin með tæknifrjóvgun á stöðinni á árunum 1943-1962, en niðurstöðurnar bentu til þess að tólf úr hópnum voru börn Wiesners. Með þessar niðurstöður til hliðsjónar reikna mennirnir tveir út að allt að 600 börn hafi verið getin með sæði úr Wiesner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×