Erlent

Páfi messar á Péturstorgi í dag

Frá aftanmessu í gær.
Frá aftanmessu í gær. mynd/AP
Benedikt Páfi 16. heldur páskamessu sína á Péturstorgi í Páfagarði í dag. Í aftanmessu sinni í gær sagði Páfi að skuggi hafi fallið á gjörvallt mannkyn á síðustu árum.

Þá sagði hann að maðurinn ráfaði nú ráðalaus í myrkrinu og gæti ekki lengur gert greinarmun á hinu góða og illa.

Flýta þurfti messunni í gær en hún hefst vanalega á miðnætti. Heilsa Páfans hefur farið versnandi á síðustu mánuðum en hann verður brátt 85 ára gamalll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×