Erlent

Blóðbað í Sýrlandi - Rúmlega 160 látnir á tveimur dögum

Að minnsta kosti 30 létu lífið í átökum andspyrnumanna og sýrlenskra öryggissveita í dag. Þannig hafa rúmlega 160 manns fallið í átökunum það sem af er páskahelginni.

Óttast er stór hluti þeirra séu óbreyttir borgarar. Átök í landinu hafa harðnað verulega á síðustu vikum og hafa stjórnvöld í Sýrlandi verið harðlega gagnrýnd fyrir eða herða róðurinn gegn andspyrnumönnum í aðdraganda vopnahlésins sem á að hefjast í vikunni.

Fyrr í dag fóru yfirvöld í Sýrlandi fram á að leiðtogar andspyrnumanna undirriti skriflega viljayfirlýsingu um vopnahléið.

Abdullah Jórdaníukonungur biðlaði í dag til ráðamanna í Sýrlandi um að binda enda á blóðsúthellingar í landinu og að hefja friðarumleitanir við andspyrnumenn hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×