Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði 8. ágúst 2012 12:54 Mynd/Valli Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu. Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu.
Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn