Don't drive offroad you might kill an elf Valdimar Örn Flygenring skrifar 8. ágúst 2012 10:00 Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. Forsaga málsins er sú að á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað á Alþingi hatrömm deila milli sérhagsmunahópa annars vegar og fjölhagsmunahópa hins vegar um eina stórkostlegustu auðlind nokkurrar þjóðar hér á þessari plánetu. Í siðuðum samfélögum manna ætti enginn að velkjast í vafa um eignarrétt þjóðarinnar yfir slíkri auðlind sama hvernig á málið væri litið. Og réttur hvers og eins einstaklings þjóðarinnar til að nýta sér þessa auðlind hlyti að vera hverjum heilvita manni augljós. Hvernig sá aðili færi svo með þann rétt er svo að sjálfsögðu ekki bara hans mál og yrði að vera í samræmi við það sem best þætti, kannski í algóðum heimi með tilliti til allra jarðarbúa. Það er því miður ljóst að ekki eru allir sammála þessu. Sumum finnst sem svo að þeir sem hafa í gegnum tíðina haft mesta hagsmuni af auðlindinni eigi áfram og ávallt að fá að njóta þess. Í skjóli þessa sjálftekna auðs, ásamt ýmsum klækjabrögðum í fyrirtækjarekstri, hafa svo þessir sjálfhverfu einstaklingar hlaðið í kringum sig já-mönnum af öllum stærðum og gerðum. Leikstýrt heilu fjöldamótmælunum, og jafnvel látið annálaða skipstjóranagla í sjónvarpsauglýsingu þykjast trúa því að þeir yrðu atvinnulausir og að öll fjölskyldan og jafnvel allt þorpið legðist í flæking og fyllirí ef þetta augljósa réttlætismál yrði látið fram ganga. En það er auðvitað eins trúverðugt og að sjö manna álfafjölskylda komist á þremur farmiðum til Eyja. Eða að karrýplöntur spretti af sjálfu sér upp úr öskunni í Surtsey. Til þess að setja hlutina í samhengi finnst mér í beinu framhaldi eðlilegt í ljósi þess að nú sé ferðamennska að ná nýjum hæðum (skv. nýjustu tölum þriðja stærsta atvinnugreinin), að fara fram á að við, sem höfum starfað í þessari grein, byggt hana upp, tekið á okkur áföllin og horfum loks fram á bjartari daga, fáum úthlutað kvóta af ferðamönnum til samræmis við fjárfestingu okkar í greininni. Líka til þess að einhverjir vitleysingar á gamalli jeppadruslu fari nú ekki að ímynda sér neitt. Þessi kvóti yrði svo a.m.k. til 40 ára, eða bara til eilífðar og þegiði svo, og veðhæfur, svo hægt yrði að fara í nauðsynlega fjárfestingu í „greininni", væri framseljanlegur, vildu menn slaka aðeins á, erfðist að sjálfsögðu, svo krakkarnir gætu þá rifist um eitthvað, og kæmi til skipta við skilnað, svo frúin lenti ekki í ruglinu. Við fengjum svo að sjálfsögðu hlutdeild í allri aukningu og að fela gróðann í erlendum dótturfyrirtækjum, enda kæmu tekjurnar þaðan (come on!). Við myndum neita að borga nokkurn skapaðan hlut til samfélagsins fyrir þennan kvóta, enda sýndi efnahagsreikningur innlenda hluta fyrirtækisins að það færi þá bara lóðrétt á hausinn. Neituðum svo að sjálfsögðu að afhenda opinberum rannsóknaraðilum gögn og lykilorð í tölvur varðandi rekstur fyrirtækjanna. Enda værum við alsaklausir af öllum grunuðum viðskiptafléttum að okkar mati, eða þá til vara hafnir yfir lög. Hótuðum þjóðinni allri, og sérstaklega eldri leiðsögukonum á Dalvík öllu illu. Rækjum sjóræningjaferðaþjónustu í vanþróaðri heimsálfu án þess að nokkrum kæmi það við og – og – og… Já, og við leituðum líka að öflugum stjórnmálaflokki eða -flokkum sem væru tilbúnir að tefja framgang allra annarra réttlætismála (s.s. skuldamála heimilanna og afnáms vísitölu) á Alþingi nema farið væri að okkar vilja. Auðvitað þættumst við/þeir samt hafa áhuga á „heimilunum". Ekki verra ef einhverjir flokksmenn væru tengdir inn í greinina. Við værum einnig tilbúnir að fjárfesta í öflugu málgagni svo umræðan færi ekki út í einhverja vitleysu með það að meginmarkmiði að við kæmumst sem fyrst í meirihluta. Við fengjum einnig til liðs við okkur talsmann sem væri sérþjálfaður í að rugla almenning með ótrúlegu væli. Fyrir þetta allt saman værum við til í að greiða með peningum upp úr pípuhatti sem er ekki til. Rétt áður en við springum í loft upp með háum hvelli og skítafýlu úr hreinræktaðri, stjórnlausri og nautheimskri GRÆÐGISFREKJU sem er sennilega það ljótasta af öllu ljótu sem til er í skítlegu eðli mannsins. Og yrði landhreinsun af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. Forsaga málsins er sú að á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað á Alþingi hatrömm deila milli sérhagsmunahópa annars vegar og fjölhagsmunahópa hins vegar um eina stórkostlegustu auðlind nokkurrar þjóðar hér á þessari plánetu. Í siðuðum samfélögum manna ætti enginn að velkjast í vafa um eignarrétt þjóðarinnar yfir slíkri auðlind sama hvernig á málið væri litið. Og réttur hvers og eins einstaklings þjóðarinnar til að nýta sér þessa auðlind hlyti að vera hverjum heilvita manni augljós. Hvernig sá aðili færi svo með þann rétt er svo að sjálfsögðu ekki bara hans mál og yrði að vera í samræmi við það sem best þætti, kannski í algóðum heimi með tilliti til allra jarðarbúa. Það er því miður ljóst að ekki eru allir sammála þessu. Sumum finnst sem svo að þeir sem hafa í gegnum tíðina haft mesta hagsmuni af auðlindinni eigi áfram og ávallt að fá að njóta þess. Í skjóli þessa sjálftekna auðs, ásamt ýmsum klækjabrögðum í fyrirtækjarekstri, hafa svo þessir sjálfhverfu einstaklingar hlaðið í kringum sig já-mönnum af öllum stærðum og gerðum. Leikstýrt heilu fjöldamótmælunum, og jafnvel látið annálaða skipstjóranagla í sjónvarpsauglýsingu þykjast trúa því að þeir yrðu atvinnulausir og að öll fjölskyldan og jafnvel allt þorpið legðist í flæking og fyllirí ef þetta augljósa réttlætismál yrði látið fram ganga. En það er auðvitað eins trúverðugt og að sjö manna álfafjölskylda komist á þremur farmiðum til Eyja. Eða að karrýplöntur spretti af sjálfu sér upp úr öskunni í Surtsey. Til þess að setja hlutina í samhengi finnst mér í beinu framhaldi eðlilegt í ljósi þess að nú sé ferðamennska að ná nýjum hæðum (skv. nýjustu tölum þriðja stærsta atvinnugreinin), að fara fram á að við, sem höfum starfað í þessari grein, byggt hana upp, tekið á okkur áföllin og horfum loks fram á bjartari daga, fáum úthlutað kvóta af ferðamönnum til samræmis við fjárfestingu okkar í greininni. Líka til þess að einhverjir vitleysingar á gamalli jeppadruslu fari nú ekki að ímynda sér neitt. Þessi kvóti yrði svo a.m.k. til 40 ára, eða bara til eilífðar og þegiði svo, og veðhæfur, svo hægt yrði að fara í nauðsynlega fjárfestingu í „greininni", væri framseljanlegur, vildu menn slaka aðeins á, erfðist að sjálfsögðu, svo krakkarnir gætu þá rifist um eitthvað, og kæmi til skipta við skilnað, svo frúin lenti ekki í ruglinu. Við fengjum svo að sjálfsögðu hlutdeild í allri aukningu og að fela gróðann í erlendum dótturfyrirtækjum, enda kæmu tekjurnar þaðan (come on!). Við myndum neita að borga nokkurn skapaðan hlut til samfélagsins fyrir þennan kvóta, enda sýndi efnahagsreikningur innlenda hluta fyrirtækisins að það færi þá bara lóðrétt á hausinn. Neituðum svo að sjálfsögðu að afhenda opinberum rannsóknaraðilum gögn og lykilorð í tölvur varðandi rekstur fyrirtækjanna. Enda værum við alsaklausir af öllum grunuðum viðskiptafléttum að okkar mati, eða þá til vara hafnir yfir lög. Hótuðum þjóðinni allri, og sérstaklega eldri leiðsögukonum á Dalvík öllu illu. Rækjum sjóræningjaferðaþjónustu í vanþróaðri heimsálfu án þess að nokkrum kæmi það við og – og – og… Já, og við leituðum líka að öflugum stjórnmálaflokki eða -flokkum sem væru tilbúnir að tefja framgang allra annarra réttlætismála (s.s. skuldamála heimilanna og afnáms vísitölu) á Alþingi nema farið væri að okkar vilja. Auðvitað þættumst við/þeir samt hafa áhuga á „heimilunum". Ekki verra ef einhverjir flokksmenn væru tengdir inn í greinina. Við værum einnig tilbúnir að fjárfesta í öflugu málgagni svo umræðan færi ekki út í einhverja vitleysu með það að meginmarkmiði að við kæmumst sem fyrst í meirihluta. Við fengjum einnig til liðs við okkur talsmann sem væri sérþjálfaður í að rugla almenning með ótrúlegu væli. Fyrir þetta allt saman værum við til í að greiða með peningum upp úr pípuhatti sem er ekki til. Rétt áður en við springum í loft upp með háum hvelli og skítafýlu úr hreinræktaðri, stjórnlausri og nautheimskri GRÆÐGISFREKJU sem er sennilega það ljótasta af öllu ljótu sem til er í skítlegu eðli mannsins. Og yrði landhreinsun af.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar