Erlent

Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst

mynd/AP

Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar.

Þær eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar. Búist er við að dómur verði kveðinn upp 17. ágúst næstkomandi.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal listamanna víða um heim. Og eru réttarhöldin álitin hluti af baráttu yfirvalda í Rússlandi gegn andófsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×