Úrvinda prestar Ádís Emilsdóttir Petersen skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Um þessar mundir sitja fulltrúar presta og leikmanna á Kirkjuþingi. Á þinginu í ár er fjallað um skipulagsmál, niðurskurð, kaup og sölu á fasteignum, hlunnindi af kirkjujörðum og fleira. Ljóst er að kirkjunnar menn þurfa að kunna skil á fleiru en trú og þjónustu. Íslenska þjóðkirkjan starfar í samfélagi þar sem á tímum hraða og samkeppni er krafist skilvirkni og árangurs. En það er ekki eingöngu samfélagsgerðin sem hefur áhrif á starfsemi þjóðkirkjunnar. Síðustu ár og áratugi hefur átt sér stað mikil breyting á vinnustöðum presta. Prestar, sem áður sátu einir að embætti og nutu virðingar í sinni sveit, starfa í dag sem hluti af starfsmannaheild. Það eru jafnvel tveir eða fleiri prestar á sama vinnustað ásamt starfsmönnum, launuðum og ólaunuðum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar doktorsrannsóknar eru íslenskir prestar ekki í stakk búnir til þess að mæta hröðum breytingum í starfsumhverfinu. Þá skortir þekkingu til þess að takast á við stjórnun og þá skortir skilning á tengslum trúarlegrar stjórnunarþekkingar við markmið prestsstarfsins. Óljós verkferli, skortur á starfslýsingum og ómarkvissar markmiðslýsingar eru meðal þeirra þátta sem hindra grósku og árangur í safnaðarstarfi. Sá söfnuður í íslensku rannsókninni sem sýndi mesta þekkingu á leiðtoga- og stjórnunarfræðum og bjó til afmarkaðan ramma um starfið, sýndi mestan mælanlegan árangur hvað varðar gæði og grósku í safnaðarstarfi. Prestarnir voru jafnframt þeir ánægðustu í starfi. Í þeim söfnuðum þar sem skortur var á trúarlegri stjórnunarþekkingu voru prestar úrvinda af líkamlegri og andlegri þreytu. Þá skorti ekki eingöngu líkamlega hvíld heldur einnig andlega hvíld. Prestar þurfa að eiga möguleika til þess að rækta eigið trúarlíf til þess að geta gefið öðrum af sér. Það þarf að skapa skilvirkan ramma um starfið. En hvernig? Prestar í íslensku þjóðkirkjunni eiga ekki miklar fyrirmyndir í breyttri skipan. Þeir geta hvorki byggt á gömlum hefðum né skipulagðri leiðtoga- og stjórnunarþekkingu úr guðfræðinámi. Engin formleg kennsla fer fram meðal prestsefna um stjórnunar- og leiðtogafræði sem tekur mið af trú. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna brýna þörf á endurskipulagningu fræðslu í stjórnunar- og leiðtogafræðum meðal prestsefna og presta. Þegar stuðlað er að grósku og gæðum í öllum söfnuðum birtist sterk og öflug þjóðkirkja sem sýnir leiðtoga- og stjórnunartakta á ögurstundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir sitja fulltrúar presta og leikmanna á Kirkjuþingi. Á þinginu í ár er fjallað um skipulagsmál, niðurskurð, kaup og sölu á fasteignum, hlunnindi af kirkjujörðum og fleira. Ljóst er að kirkjunnar menn þurfa að kunna skil á fleiru en trú og þjónustu. Íslenska þjóðkirkjan starfar í samfélagi þar sem á tímum hraða og samkeppni er krafist skilvirkni og árangurs. En það er ekki eingöngu samfélagsgerðin sem hefur áhrif á starfsemi þjóðkirkjunnar. Síðustu ár og áratugi hefur átt sér stað mikil breyting á vinnustöðum presta. Prestar, sem áður sátu einir að embætti og nutu virðingar í sinni sveit, starfa í dag sem hluti af starfsmannaheild. Það eru jafnvel tveir eða fleiri prestar á sama vinnustað ásamt starfsmönnum, launuðum og ólaunuðum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar doktorsrannsóknar eru íslenskir prestar ekki í stakk búnir til þess að mæta hröðum breytingum í starfsumhverfinu. Þá skortir þekkingu til þess að takast á við stjórnun og þá skortir skilning á tengslum trúarlegrar stjórnunarþekkingar við markmið prestsstarfsins. Óljós verkferli, skortur á starfslýsingum og ómarkvissar markmiðslýsingar eru meðal þeirra þátta sem hindra grósku og árangur í safnaðarstarfi. Sá söfnuður í íslensku rannsókninni sem sýndi mesta þekkingu á leiðtoga- og stjórnunarfræðum og bjó til afmarkaðan ramma um starfið, sýndi mestan mælanlegan árangur hvað varðar gæði og grósku í safnaðarstarfi. Prestarnir voru jafnframt þeir ánægðustu í starfi. Í þeim söfnuðum þar sem skortur var á trúarlegri stjórnunarþekkingu voru prestar úrvinda af líkamlegri og andlegri þreytu. Þá skorti ekki eingöngu líkamlega hvíld heldur einnig andlega hvíld. Prestar þurfa að eiga möguleika til þess að rækta eigið trúarlíf til þess að geta gefið öðrum af sér. Það þarf að skapa skilvirkan ramma um starfið. En hvernig? Prestar í íslensku þjóðkirkjunni eiga ekki miklar fyrirmyndir í breyttri skipan. Þeir geta hvorki byggt á gömlum hefðum né skipulagðri leiðtoga- og stjórnunarþekkingu úr guðfræðinámi. Engin formleg kennsla fer fram meðal prestsefna um stjórnunar- og leiðtogafræði sem tekur mið af trú. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna brýna þörf á endurskipulagningu fræðslu í stjórnunar- og leiðtogafræðum meðal prestsefna og presta. Þegar stuðlað er að grósku og gæðum í öllum söfnuðum birtist sterk og öflug þjóðkirkja sem sýnir leiðtoga- og stjórnunartakta á ögurstundu.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar