Góðmennska við kaupmenn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar