Þegar körfuboltalið KR mætti til leiks við lið Ísfirðinga vetur á Ísafirði í gær, kom í ljós að liðsmenn höfðu gleymt búningum sínum í Reykjavík.
Voru nú góð ráð dýr, en frekar en að láta KR-ingana leika berrassaða, fegnu þeir lánaða æfingabúninga Ísfirðinganna, þannig að leikmenn beggja liða léku í eins búningum. Hvort sem það réði úrslitum eða ekki, þá sigruðu KR-ingarnir í leiknum.
Fjallað er um málið á vefsíðunni vestur.is. Þar segir að þetta sé í annað sinn sem aðkomulið gleymir búningum sínum syðra því Keflavíkurliðið þurfti líka að leika í æfingabúningum Ísfirðinga nýverið af sömu sökum.

