Hafa þungar áhyggjur af stöðu Geðsviðsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2012 09:12 Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Bendir félagið á að lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga sé vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sé þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála sem íþyngja samfélaginu mest. Hvetur félagið Guðbjart Hannesson velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga.Hér má sjá tilkynningu frá Sálfræðingafélaginu í heild sinni: Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Eins og fram hefur komið í fréttum er lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála íþyngja samfélaginu mest. Þess ber einnig að gæta að klínískar leiðbeiningar sem eru samþykktar bæði af spítalanum sjálfum og landlækni kveða á um sálfræðimeðferð ætti að vera fyrsta meðferð við flestum tegundum þunglyndis og kvíða. Heilbrigðisyfirvöld geta tæpast skýlt sér bakvið fjárskort og niðurskurð þegar kemur að geðrænni heilsu fólks því rannsóknir hafa ítrekað sýnt að kostnaður við raunsannaða meðferð við þunglyndi og kvíða skilar sér fljótt og örugglega aftur í ríkissjóð. Auk þessa er meðferð þunglyndis og kvíða jafnframt forvörn gegn ýmsum líkamlegum sjúkdómum sem eru kostnaðarsamir fyrir samfélagið. Sálfræðingafélagið vill hvetja heilbrigðisyfirvöld til að tryggja að farið sé eftir þeim klínísku leiðbeiningum sem settar hafa verið hér á landi. Slíkt er til hagsbóta fyrir sjúklinga, aðstandendur og ríkissjóð. Sálfræðingafélagið hvetur velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga. Það ætti að vera fyrsta aðgerð til að bæta úr þeim vanda sem við blasir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Bendir félagið á að lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga sé vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sé þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála sem íþyngja samfélaginu mest. Hvetur félagið Guðbjart Hannesson velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga.Hér má sjá tilkynningu frá Sálfræðingafélaginu í heild sinni: Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Eins og fram hefur komið í fréttum er lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála íþyngja samfélaginu mest. Þess ber einnig að gæta að klínískar leiðbeiningar sem eru samþykktar bæði af spítalanum sjálfum og landlækni kveða á um sálfræðimeðferð ætti að vera fyrsta meðferð við flestum tegundum þunglyndis og kvíða. Heilbrigðisyfirvöld geta tæpast skýlt sér bakvið fjárskort og niðurskurð þegar kemur að geðrænni heilsu fólks því rannsóknir hafa ítrekað sýnt að kostnaður við raunsannaða meðferð við þunglyndi og kvíða skilar sér fljótt og örugglega aftur í ríkissjóð. Auk þessa er meðferð þunglyndis og kvíða jafnframt forvörn gegn ýmsum líkamlegum sjúkdómum sem eru kostnaðarsamir fyrir samfélagið. Sálfræðingafélagið vill hvetja heilbrigðisyfirvöld til að tryggja að farið sé eftir þeim klínísku leiðbeiningum sem settar hafa verið hér á landi. Slíkt er til hagsbóta fyrir sjúklinga, aðstandendur og ríkissjóð. Sálfræðingafélagið hvetur velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga. Það ætti að vera fyrsta aðgerð til að bæta úr þeim vanda sem við blasir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira