Erlent

Rauði krossin fær enn ekki aðgang að borginni Homs

Fulltrúar Rauða krossins hafa nú beðið í fjóra daga eftir leyfi til að koma vistum og hjálpargögnum inn í borgina Homs í Sýrlandi.

Sýrlensk stjórnvöld veittu Rauða krossinum upphaflega leyfi til að fara inn í Homs eftir að uppreisnarmenn ákváðu að yfirvega borgina á fimmtudaginn var. Síðan hafa þeir ítrekað afturkallað leyfið þar sem fjarlægja þurfi sprengjugildrur eftir uppreisnarmenn í borginni. Margir telja að þessi skýring sé bull og að stjórnarhermenn séu að drepa alla þá sem þeir telja hliðholla uppreisnarmönnum.

Þótt fall borgarinnar Homs sé tæknilegur sigur fyrir Bashar al-Assad leiðtoga Sýrlands og stjórn hans var hann dýru verði keyptur. Borgin féll þar sem uppreisnarmenn ákváðu sjálfir að yfirgefa vígi sitt í henni, Baba Amr hverfið, vegna skorts á skotfærum.

Stöðug stórskotahríð á Baba Amr síðustu þrjár vikurnar sem kostaði um 1.000 manns lífið, hefur leitt til enn harðari andstöðu gegn stjórn Assad á aljóðavettvangi. Meðal annars eru Rússar og Kínverjar að gefast upp á honum og uppreisnarmenn geta nú fengið vopn frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×