Staða Háskólans í Reykjavík Sverrir Ólafsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Fyrir nokkrum árum fór Ísland í gegnum mestu fjárhagslegu hremmingar í sögu landsins. Margir einstaklingar, svo og þjóðarbúið í heild, búa enn við fjárhagslega erfið kjör í kjölfar þessara atburða. Þó ýmislegt horfi nú til betri vegar er enn ekki ljóst hvenær og hvernig við losnum endanlega úr heljargreipum niðurskurðar og þrenginga, sem setja mark sitt á alla starfsemi þjóðfélagsins og eru menntamálin þar ekki undanskilin. Það er flestum ljóst að betri menntun einstaklinga og fyrirhyggja stofnana hefðu að öllum líkindum getað, ef ekki stöðvað, hrunið, þá a.m.k. dregið úr umfangi þess. Hér er átt við menntun fólks á öllum sviðum samfélagsins, frá einstaklingum til fyrirtækja einkageirans svo og æðstu manna opinberrar stjórnsýslu. Góð og fjölbreytt menntun þjóðarinnar er besta veganesti sem hún getur haft í viðureign sinni við alla þá erfiðleika sem óhjákvæmilega verða á vegi hennar, þ.á.m. náttúruhamfarir og fjármálakreppur. Um þetta þarf ekki að deila. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík endurlífgað íslenskt háskólasamfélag og stuðlað að grósku og samkeppni í kennslu, námi og rannsóknum á háskólastigi. Slíkt hefur haft ómetanlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. Háskólinn í Reykjavík hefur dregið til sín fræðimenn, íslenska sem erlenda, og skapað þeim aðstöðu til kennslu og rannsókna, sem er til fyrirmyndar. Jákvæð áhrif þessa á nemendur háskólans, hagkerfið og samfélagið í heild eru nú þegar umtalsverð. Áhersla Háskólans í Reykjavík á tækni, viðskipti og lögfræði hefur haft mikil áhrif í íslensku fræðasamfélagi og viðkomandi deildir háskólans eru nú þegar þær öflugustu á meðal sambærilegra deilda í öðrum íslenskum háskólum. Hlutverk HR í háskólasamfélaginu er afar mikilvægt. Hann er menntastofnun sem þjóðin getur verið stolt af og stjórnvöld ættu, með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi, að styðja Háskólann í Reykjavík áfram til dáðaverka á sviði menntunar og rannsókna. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2013 er lagt til að HR hljóti hlutfallslega langtum minni fjárhagslegan stuðning en sambærilegar stofnanir í þjóðfélaginu. Og þetta er þrátt fyrir óumdeilanlegan árangur skólans, bæði á sviði reksturs, kennslu og rannsókna. Skilvirkni í rekstri skólans er óumdeilanleg. Staðreyndirnar tala sínu máli: l HR útskrifar 18% þeirra sem ljúka háskólamenntun fyrir 14% af framlögum hins opinbera til kennslu á háskólastigi. l Háskólinn í Reykjavík birtir 14% greina í ISI-tímaritum, þó svo að hann fái aðeins 9% af framlögum hins opinbera til rannsókna í háskólum. l Háskólinn í Reykjavík útskrifar tvo þriðju allra sem ljúka tækninámi á háskólastigi, helming allra sem ljúka viðskiptafræðinámi og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. l Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á eina viðskiptafræðinámið á Íslandi sem hefur alþjóðlega gæðavottun, EPAS-vottun á BSc-námi og AMBA-vottun á MBA-náminu. l Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið og vinnur stöðugt að því að mæta þörfum Íslands fyrir menntaðan mannauð. Samt er nú höggvið að stoðum skólans og um leið að íslensku mennta – og fræðasamfélagi, einmitt þess hluta samfélagsins sem svo brýnt er að styrkja svo við fáum að lifa í traustara og hamingjusamara samfélagi í framtíðinni. Lækkun á árlegu framlagi ríkisins til HR nemur 500 milljónum að raunvirði. Niðurskurður fjárframlags ríkisins til Háskólans í Reykjavík er yfir 17% milli áranna 2009 og 2013, á meðan niðurskurður til Háskólans á Akureyri er um 8% yfir sama tímabil og niðurskurður til Háskóla Íslands er innan við 1%. Hér er rétt að benda á að hefði niðurskurður til HR verið sambærilegur við HA, væri HR með verulega jákvæða afkomu árið 2012 og mun minni halli hefði verið 2011. Það er einfaldlega skemmdarverk að höggva svo hart að þessari metnaðarfullu stofnun, sem stuðlar að menntun frábærs fólks, á öllum aldri, á margvíslegum fræðasviðum og menntastigum, allt frá einstökum námskeiðum, grunnháskólagráðum, til meistara – og doktorsgráða. Það er óviðunandi að veita HR ekki sanngjarnan stuðning í samræmi við það sem aðrar ámóta stofnanir samfélagsins njóta. Fram hefur komið að skólann vanti um það bil 120 milljónir króna til að ná endum saman árið 2012. Upphæðin sem um er að ræða samsvarar verði stórs einbýlishúss. Á að stefna næststærsta háskóla landsins í hættu fyrir þessa upphæð? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til fjármögnunar Háskólans í Reykjavík. Árangur HR er óumdeilanlegur og íslenskt mennta- og fræðasamfélag væri langtum fátækara ef þessa háskóla nyti ekki við í núverandi mynd. Ég treysti því að stjórnvöld sjái sóma sinn í að veita Háskólanum í Reykjavík þann stuðning sem hann verðskuldar. Hér má einungis taka mið af gæðum á framlagi háskólans og hagsmunum íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fór Ísland í gegnum mestu fjárhagslegu hremmingar í sögu landsins. Margir einstaklingar, svo og þjóðarbúið í heild, búa enn við fjárhagslega erfið kjör í kjölfar þessara atburða. Þó ýmislegt horfi nú til betri vegar er enn ekki ljóst hvenær og hvernig við losnum endanlega úr heljargreipum niðurskurðar og þrenginga, sem setja mark sitt á alla starfsemi þjóðfélagsins og eru menntamálin þar ekki undanskilin. Það er flestum ljóst að betri menntun einstaklinga og fyrirhyggja stofnana hefðu að öllum líkindum getað, ef ekki stöðvað, hrunið, þá a.m.k. dregið úr umfangi þess. Hér er átt við menntun fólks á öllum sviðum samfélagsins, frá einstaklingum til fyrirtækja einkageirans svo og æðstu manna opinberrar stjórnsýslu. Góð og fjölbreytt menntun þjóðarinnar er besta veganesti sem hún getur haft í viðureign sinni við alla þá erfiðleika sem óhjákvæmilega verða á vegi hennar, þ.á.m. náttúruhamfarir og fjármálakreppur. Um þetta þarf ekki að deila. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík endurlífgað íslenskt háskólasamfélag og stuðlað að grósku og samkeppni í kennslu, námi og rannsóknum á háskólastigi. Slíkt hefur haft ómetanlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. Háskólinn í Reykjavík hefur dregið til sín fræðimenn, íslenska sem erlenda, og skapað þeim aðstöðu til kennslu og rannsókna, sem er til fyrirmyndar. Jákvæð áhrif þessa á nemendur háskólans, hagkerfið og samfélagið í heild eru nú þegar umtalsverð. Áhersla Háskólans í Reykjavík á tækni, viðskipti og lögfræði hefur haft mikil áhrif í íslensku fræðasamfélagi og viðkomandi deildir háskólans eru nú þegar þær öflugustu á meðal sambærilegra deilda í öðrum íslenskum háskólum. Hlutverk HR í háskólasamfélaginu er afar mikilvægt. Hann er menntastofnun sem þjóðin getur verið stolt af og stjórnvöld ættu, með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi, að styðja Háskólann í Reykjavík áfram til dáðaverka á sviði menntunar og rannsókna. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2013 er lagt til að HR hljóti hlutfallslega langtum minni fjárhagslegan stuðning en sambærilegar stofnanir í þjóðfélaginu. Og þetta er þrátt fyrir óumdeilanlegan árangur skólans, bæði á sviði reksturs, kennslu og rannsókna. Skilvirkni í rekstri skólans er óumdeilanleg. Staðreyndirnar tala sínu máli: l HR útskrifar 18% þeirra sem ljúka háskólamenntun fyrir 14% af framlögum hins opinbera til kennslu á háskólastigi. l Háskólinn í Reykjavík birtir 14% greina í ISI-tímaritum, þó svo að hann fái aðeins 9% af framlögum hins opinbera til rannsókna í háskólum. l Háskólinn í Reykjavík útskrifar tvo þriðju allra sem ljúka tækninámi á háskólastigi, helming allra sem ljúka viðskiptafræðinámi og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. l Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á eina viðskiptafræðinámið á Íslandi sem hefur alþjóðlega gæðavottun, EPAS-vottun á BSc-námi og AMBA-vottun á MBA-náminu. l Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið og vinnur stöðugt að því að mæta þörfum Íslands fyrir menntaðan mannauð. Samt er nú höggvið að stoðum skólans og um leið að íslensku mennta – og fræðasamfélagi, einmitt þess hluta samfélagsins sem svo brýnt er að styrkja svo við fáum að lifa í traustara og hamingjusamara samfélagi í framtíðinni. Lækkun á árlegu framlagi ríkisins til HR nemur 500 milljónum að raunvirði. Niðurskurður fjárframlags ríkisins til Háskólans í Reykjavík er yfir 17% milli áranna 2009 og 2013, á meðan niðurskurður til Háskólans á Akureyri er um 8% yfir sama tímabil og niðurskurður til Háskóla Íslands er innan við 1%. Hér er rétt að benda á að hefði niðurskurður til HR verið sambærilegur við HA, væri HR með verulega jákvæða afkomu árið 2012 og mun minni halli hefði verið 2011. Það er einfaldlega skemmdarverk að höggva svo hart að þessari metnaðarfullu stofnun, sem stuðlar að menntun frábærs fólks, á öllum aldri, á margvíslegum fræðasviðum og menntastigum, allt frá einstökum námskeiðum, grunnháskólagráðum, til meistara – og doktorsgráða. Það er óviðunandi að veita HR ekki sanngjarnan stuðning í samræmi við það sem aðrar ámóta stofnanir samfélagsins njóta. Fram hefur komið að skólann vanti um það bil 120 milljónir króna til að ná endum saman árið 2012. Upphæðin sem um er að ræða samsvarar verði stórs einbýlishúss. Á að stefna næststærsta háskóla landsins í hættu fyrir þessa upphæð? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til fjármögnunar Háskólans í Reykjavík. Árangur HR er óumdeilanlegur og íslenskt mennta- og fræðasamfélag væri langtum fátækara ef þessa háskóla nyti ekki við í núverandi mynd. Ég treysti því að stjórnvöld sjái sóma sinn í að veita Háskólanum í Reykjavík þann stuðning sem hann verðskuldar. Hér má einungis taka mið af gæðum á framlagi háskólans og hagsmunum íslensks samfélags.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun