Erlent

Sterkustu börn í heimi?

Tveir bræður frá Rúmeníu eru eflaust sterkustu börn í heimi en þeir eru einungis fimm og sjö ára. Giuliano og Claudiu Stroe byrjuðu að stunda lyftinga þegar þeir voru tveggja ára gamlir en það er pabbi þeirra sem hefur látið þá lyfta lóðum reglulega. Styrkurinn hjá þeim er hreint út sagt ótrúlegur og í raun ótrúverðugt að svona ungir piltar geti haft svona mikinn styrk. Það eru þó ekki allir sem eru ánægðir með það hversu sterkir bræðurnir eru og hafa ýmsir gagnrýnt að ekki sé hollt fyrir svona litla og unga skrokka að lyfta mikið. En myndband af bræðrunum hefur slegið í gegn á netinu og hægt er að horfa á það með því að smella á meðfylgjandi hlekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×