Erlent

Obama veitti Bob Dylan Frelsisverðlaunin

BBI skrifar
Barack Obama hengir Frelsisverðlaunin um háls tónlistarmannsins Bob Dylan.
Barack Obama hengir Frelsisverðlaunin um háls tónlistarmannsins Bob Dylan. Mynd:AFP
Barack Obama veitti 13 einstaklingum Frelsisverðlaunin (e. Medal of Freedom) í Hvíta Húsinu um helgina. Meðal þeirra var tónlistarmaðurinn Bob Dylan.

Frelsisverðlaunin þykja meðal virðingarverðustu verðlauna sem almennir borgarar geta hlotið í Bandaríkjunum. Dæmi um eldri verðlaunahafa eru Móðir Teresa, Margaret Thatcher, Stephen Hawking og Walt Disney.

Aðrir sem hlutu verðlaunin um helgina voru meðal annars rithöfundurinn Toni Morrison, geimfarinn John Glenn og Shimon Peres forseti Ísrael.

Hér má sjá umfjöllun fréttamiðilsins BBC um verðlaunaafhendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×