Rússar taka undir ásakanir 29. maí 2012 05:00 Börn í Sýrlandi halda á lofti teiknimynd af Assad forseta, sem sýndur er baða sig í bláum hjálmi friðargæsluliða meðan Kofi Annan hellir blóði út í baðið.nordicphotos/AFP Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfirlýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads forseta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. ?Þetta svæði er á valdi uppreisnarmanna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,? sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkisráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. ?Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,? sagði Hague, ?og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu?. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, ?hvern einasta einstakling sem vopnaður er byssu,? að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verkefni að fylgja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira