Button á ráspól í Belgíu í fyrsta sinn fyrir McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 1. september 2012 13:20 Button var allra fljótastur um Spa brautina í dag. Nordicphotos/afp Breski ökuþórinn Jenson Button mun ræsa fremstur í belgíska kappakstrinum á morgun. Tímatökunni lauk rétt í þessu og skilaði hún óvanalegum niðurstöðum. Button hafði mikla yfirburði í tímatökunum og skákaði öllum keppinautum sínum með 0,3 sekúnta forskot. Þetta er í fyrsta sinn síðan í Mónakó árið 2009 sem Button nær ráspól. Þetta er einnig fyrsti ráspóllinn sem hann nær í McLaren-bíl. Um helgina er hann að taka þátt í 50. móti sínu fyrir liðið. Kamui Kobayashi á Sauber mun ræsa annar. Það er í fyrsta sinn sem hann ræsir í fremstu línu og besti árangur Japana í tímatökum í Formúlu 1. Á eftir Kobayashi ræsir Pastor Maldonado á Williams-bíl en hann var fljótastur í fyrstu lotu tímatökunnar. Efsti maður í titilbaráttunni, Fernando Alonso á Ferrari, mun ræsa sjötti á eftir Kimi Raikkönen og Sergio Perez. Mark Webber á Red Bull ræsirsjöundi en liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, komst ekki upp úr lotu 2 og ræsir ellefti. Lewis Hamilton, liðsfélagi Buttons hjá McLaren, ræsir áttundi. Rásröðin í belgíska kappakstrinum ÖkumaðurLiðTímiBil1Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'47.573-2Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'47.8710.2983Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'47.8930.324Kimi RäikkönenLotus/Renault1'48.2050.6325Sergio PérezSauber/Ferrari1'48.2190.6466Fernando AlonsoFerrari1'48.3130.747Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'48.3940.8218Romain GrosjeanLotus/Renault1'48.5380.9659Paul Di RestaForce India/Mercedes1'48.8901.31710Sebastian VettelRed Bull/Renault1'48.7921.21911Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'48.8551.28212Mark WebberRed Bull/Renault1'48.3920.81913M.SchumacherMercedes1'49.0811.50814Felipe MassaFerrari1'49.1471.57415Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'49.3541.78116Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'49.5431.9717Bruno SennaWilliams/Renault1'50.0882.51518H.KovalainenCaterham/Renault1'51.7394.16619Vitaly PetrovCaterham/Renault1'51.9674.39420Timo GlockMarussia/Cosworth1'52.3364.76321Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'53.0305.45722Charles PicMarussia/Cosworth1'53.4935.9223Nico RosbergMercedes1'50.1812.60824N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'54.9897.416 Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Breski ökuþórinn Jenson Button mun ræsa fremstur í belgíska kappakstrinum á morgun. Tímatökunni lauk rétt í þessu og skilaði hún óvanalegum niðurstöðum. Button hafði mikla yfirburði í tímatökunum og skákaði öllum keppinautum sínum með 0,3 sekúnta forskot. Þetta er í fyrsta sinn síðan í Mónakó árið 2009 sem Button nær ráspól. Þetta er einnig fyrsti ráspóllinn sem hann nær í McLaren-bíl. Um helgina er hann að taka þátt í 50. móti sínu fyrir liðið. Kamui Kobayashi á Sauber mun ræsa annar. Það er í fyrsta sinn sem hann ræsir í fremstu línu og besti árangur Japana í tímatökum í Formúlu 1. Á eftir Kobayashi ræsir Pastor Maldonado á Williams-bíl en hann var fljótastur í fyrstu lotu tímatökunnar. Efsti maður í titilbaráttunni, Fernando Alonso á Ferrari, mun ræsa sjötti á eftir Kimi Raikkönen og Sergio Perez. Mark Webber á Red Bull ræsirsjöundi en liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, komst ekki upp úr lotu 2 og ræsir ellefti. Lewis Hamilton, liðsfélagi Buttons hjá McLaren, ræsir áttundi. Rásröðin í belgíska kappakstrinum ÖkumaðurLiðTímiBil1Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'47.573-2Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'47.8710.2983Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'47.8930.324Kimi RäikkönenLotus/Renault1'48.2050.6325Sergio PérezSauber/Ferrari1'48.2190.6466Fernando AlonsoFerrari1'48.3130.747Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'48.3940.8218Romain GrosjeanLotus/Renault1'48.5380.9659Paul Di RestaForce India/Mercedes1'48.8901.31710Sebastian VettelRed Bull/Renault1'48.7921.21911Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'48.8551.28212Mark WebberRed Bull/Renault1'48.3920.81913M.SchumacherMercedes1'49.0811.50814Felipe MassaFerrari1'49.1471.57415Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'49.3541.78116Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'49.5431.9717Bruno SennaWilliams/Renault1'50.0882.51518H.KovalainenCaterham/Renault1'51.7394.16619Vitaly PetrovCaterham/Renault1'51.9674.39420Timo GlockMarussia/Cosworth1'52.3364.76321Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'53.0305.45722Charles PicMarussia/Cosworth1'53.4935.9223Nico RosbergMercedes1'50.1812.60824N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'54.9897.416
Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira