Webber í leit að sínum fyrsta sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 11:42 Webber var vel fagnað eftir tímatökurnar í gær. Nordic Photos / Getty Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira