Erlent

Drusluganga í Brasilíu

Þúsundir léttklæddra kvenna mótmæltu kynbundnu ofbeldi í Brasilíu í gær en druslugöngur fóru fram víðsvegar um landið.

Trommusláttur og söngur ómaði um höfuðborg landsins en um 3 þúsund konur tóku þátt í göngunni þar. Þá söfnuðust um eitt þúsund konur saman í Rio de Janeiro. Hægt er að sjá myndband frá göngunni hér fyrir ofan.

„Með þessari göngu viljum vekja athygli á og berjast gegn líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum," sagði Julia Zamboni, þátttakandi í druslugöngunni.

Druslugangan á rætur sínar að rekja til Toronto í Kanada. Niðrandi ummæli lögreglumanns í borginni urðu til þess að fjöldi kvenna mótmæltu á götum úti, flestar fáklæddar. Lögreglumaðurinn hafði sagt að konur yrðu síður fyrir árásum karla ef þær klæddu sig ekki eins og dræsur.

Síðan þá hefur Druslugangan farið fram í rúmlega 60 borgum en hún mun fara fram hér landi 23. júlí næstkomandi. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um gönguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×