Ótti við óvissu lamar þor og tefur framfarir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 19. október 2012 06:00 Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Þingvöllum 1944. Þessi þátttaka er þó enginn mælikvarði á þjóðarsátt um stjórnarskrána. Stjórnarskráin var samþykkt með svo afgerandi hætti á Þingvöllum sem stjórntæki Íslendinga við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Að öðlast sjálfstæði er eitt, annað er að halda því og stjórna við sífellt flóknari aðstæður þar sem sjálfstæði þjóðar ræðst af getu og hæfni stjórnvalda til að deila fullveldi nútíma lýðræðisríkis með öðrum ríkjum, alþjóðastofnunum og ríkjasamböndum í hnattvæddum heimi. Kynslóðir samtímans hafa ekki getað gert stjórnarskrá lýðveldisins að „sinni“ stjórnarskrá og þar með notað þessi grundvallarlög sem lifandi skjal til þess að veita stjórnvöldum nauðsynlegt lýðræðislegt aðhald og sótt stjórnmálamenn til pólitískrar ábyrgðar. Vegna smæðar íslensks samfélags hvílir ríkari skylda á stjórnvöldum að sjá til þess að hér þrífist stofnanir sem tryggja heilbrigðan framgang lýðræðisins. Það hvernig stofnunum samfélagsins er komið fyrir innan stjórnkerfisins skiptir máli fyrir trúverðugleika þeirra og það traust sem þarf að ríkja eigi stofnanir að virka í þágu almannahagsmuna. Það að stjórnmálamenn virða ekki þessa staðreynd er viðvarandi vandamál, sem almenningur á Íslandi hefur nú gert sér ljóst í kjölfar hrunsins.– Íslenskir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa meira aðhald sem kveða þarf á um í endurskoðaðri stjórnarskrá. Það er misvísandi að tala um stjórnarskrá sem eitthvert lokaskjal sem stendur úr tengslum við það ferli sem gerð hennar verður til í. Á laugardaginn mun almenningur segja hug sinn og gefa alþingismönnum vísbendingu um það sem hann vill að tekið verði tillit til við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Síðan koma tillögurnar til kasta Alþingis, sem koma mun stjórnarskrárgerðinni í áframhaldandi farveg. Þær ákvarðanir sem teknar verða geta aldrei orðið fullkomnar. Það er misvísandi umræða og hræðsluáróður að hamra á því að tillögur stjórnlagaráðs séu „fúsk“ sem skapa mun óvissu um ókomin ár. Óvissa fylgir öllum ákvörðunum. Það er ekkert nýtt. En þeim ákvörðunum sem ekki eru teknar fylgir meiri óvissa. Það er lærdómur hrunsins. Já við tillögum stjórnlagaráðs á laugardaginn þýðir ekki kollsteypu eða endalok lýðveldisins. Á laugardaginn eiga kjósendur orðið meðan Alþingi hlustar. Er eitthvað að óttast við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Þingvöllum 1944. Þessi þátttaka er þó enginn mælikvarði á þjóðarsátt um stjórnarskrána. Stjórnarskráin var samþykkt með svo afgerandi hætti á Þingvöllum sem stjórntæki Íslendinga við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Að öðlast sjálfstæði er eitt, annað er að halda því og stjórna við sífellt flóknari aðstæður þar sem sjálfstæði þjóðar ræðst af getu og hæfni stjórnvalda til að deila fullveldi nútíma lýðræðisríkis með öðrum ríkjum, alþjóðastofnunum og ríkjasamböndum í hnattvæddum heimi. Kynslóðir samtímans hafa ekki getað gert stjórnarskrá lýðveldisins að „sinni“ stjórnarskrá og þar með notað þessi grundvallarlög sem lifandi skjal til þess að veita stjórnvöldum nauðsynlegt lýðræðislegt aðhald og sótt stjórnmálamenn til pólitískrar ábyrgðar. Vegna smæðar íslensks samfélags hvílir ríkari skylda á stjórnvöldum að sjá til þess að hér þrífist stofnanir sem tryggja heilbrigðan framgang lýðræðisins. Það hvernig stofnunum samfélagsins er komið fyrir innan stjórnkerfisins skiptir máli fyrir trúverðugleika þeirra og það traust sem þarf að ríkja eigi stofnanir að virka í þágu almannahagsmuna. Það að stjórnmálamenn virða ekki þessa staðreynd er viðvarandi vandamál, sem almenningur á Íslandi hefur nú gert sér ljóst í kjölfar hrunsins.– Íslenskir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa meira aðhald sem kveða þarf á um í endurskoðaðri stjórnarskrá. Það er misvísandi að tala um stjórnarskrá sem eitthvert lokaskjal sem stendur úr tengslum við það ferli sem gerð hennar verður til í. Á laugardaginn mun almenningur segja hug sinn og gefa alþingismönnum vísbendingu um það sem hann vill að tekið verði tillit til við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Síðan koma tillögurnar til kasta Alþingis, sem koma mun stjórnarskrárgerðinni í áframhaldandi farveg. Þær ákvarðanir sem teknar verða geta aldrei orðið fullkomnar. Það er misvísandi umræða og hræðsluáróður að hamra á því að tillögur stjórnlagaráðs séu „fúsk“ sem skapa mun óvissu um ókomin ár. Óvissa fylgir öllum ákvörðunum. Það er ekkert nýtt. En þeim ákvörðunum sem ekki eru teknar fylgir meiri óvissa. Það er lærdómur hrunsins. Já við tillögum stjórnlagaráðs á laugardaginn þýðir ekki kollsteypu eða endalok lýðveldisins. Á laugardaginn eiga kjósendur orðið meðan Alþingi hlustar. Er eitthvað að óttast við það?
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar