Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur nú loksins tjáð sig um Rafael van der Vaart sem hefur verið orðaður við brottför frá Tottenham í allt sumar.
Villas-Boas segist treysta á Hollendinginn og að hann sé lykilmaður í sínum plönum með lið Tottenham.
"Ég er algjörlega að treysta á hann. Það er allt önnur staða en með Luka Modric sem er sífellt með lið á hælum sér," sagði Villas-Boas um Hollendinginn sem spilar sömu stöðu og Gylfi Þór Sigurðsson.
Þýsk félög hafa beðið eftir að geta keypt Hollendinginn sem hefur verið í lausu lofti upp á síðkastið en miðað við þessi orð er afar ólíklegt að hann fari frá félaginu.
Villas-Boas treystir á Van der Vaart

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
