Erlent

Facebook viðurkennir hjónabönd samkynhneigðra

Nú er hægt að skrá sig í hjónaband með fólki af sama kyni á Facebook.

Samskiptasíðan bætti nýlega við valmöguleika fyrir pör af sama kyni að skrá sig í hjónaband á tímalínu sinni.

Annar stofnanda síðunnar Chris Hughes var fystur til að nota nýjungarnar þegar að hann giftist maka sínum, Sean Eldridge.

Þeir giftu sig í New York og voru stuttu síðar skráðir í hjónaband á Facebook.

Facebook hefur hingað til boðið upp á að fólk skrái sig samband með manneskju af sama kyni en ef notendur skrá sig í hjónaband kemur upp mynd af karli og konu. Nú hefur hins vegar verið bætt við mynd af tveimur körlum og tveimur konum.

 

Huffington Post segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×