Ólíklegt að evra myndi víkja fyrir "euro“ Þórhildur Hagalín skrifar 3. júlí 2012 06:00 Af Evrópuvefnum: Er rétt að evran verði að heita euro í öllum aðildarríkjum ESB? Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn „euro" og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið „cent". Í opinberum skjölum ESB á öllum tungumálum sambandsins verður gjaldmiðillinn að heita „euro" í nefnifalli eintölu, að teknu tilliti til tungumála sem nota annað stafróf en það latneska. Aðrar myndir af orðinu „euro" eru leyfðar í aukaföllum og í fleirtölu svo fremi sem ekki er horfið frá eur-stofni orðsins. Samkvæmt alþjóðlegum staðli ber enn fremur að nota styttinguna „EUR" með tölum sem vísa til upphæðar í evrum þegar táknið € er ekki notað. Um samræmda notkun orðsins „cent" á öllum opinberum tungumálum ESB gilda ekki jafn strangar reglur. Það skýrist fyrst og fremst af því að í ófáum aðildarríkjum var orðið „cent" notað áður en evran var innleidd og hafði verið aðlagað að viðkomandi tungumáli. Finnar notuðu til að mynda, og nota enn, orðið „sentti" og Spánverjar „céntimo". Í öðrum skjölum en lagatextum ESB, svo sem í landslögum aðildarríkjanna, er annar ritháttur orðsins „euro" leyfilegur, í samræmi við ólíkar málfræðireglur og hefðir hvers tungumáls. Þess eru allnokkur dæmi að aðildarríki ESB noti annað orð en „euro" í daglegu tali. Þannig er lettneska orðið fyrir evru eiro, hið ungverska euró og hið maltneska ewro. Í yfirlýsingu við Lissabon-sáttmálann lýstu Lettar, Ungverjar og Maltverjar því yfir að hinn samræmdi evrópski ritháttur hefði engin áhrif á þær reglur sem gilda um ritun lettnesku, ungversku og maltnesku. Ef Íslendingar ákveða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru yrði orðið „euro" notað um hinn sameiginlega gjaldmiðil í íslenskum útgáfum evrópskra laga og reglna. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hið ágæta orð evra myndi víkja fyrir „euro" í venjulegu rituðu máli á íslensku og því síður í daglegu tali Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Af Evrópuvefnum: Er rétt að evran verði að heita euro í öllum aðildarríkjum ESB? Á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Madríd árið 1995 var tekin ákvörðun um að nafnið á sameiginlegum gjaldmiðli sambandsins skyldi vera einfalt og táknrænt fyrir Evrópu og enn fremur vera eins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Leiðtogarnir ákváðu að nefna gjaldmiðilinn „euro" og skiptist hver einstök eining hans í hundrað hluta sem var gefið heitið „cent". Í opinberum skjölum ESB á öllum tungumálum sambandsins verður gjaldmiðillinn að heita „euro" í nefnifalli eintölu, að teknu tilliti til tungumála sem nota annað stafróf en það latneska. Aðrar myndir af orðinu „euro" eru leyfðar í aukaföllum og í fleirtölu svo fremi sem ekki er horfið frá eur-stofni orðsins. Samkvæmt alþjóðlegum staðli ber enn fremur að nota styttinguna „EUR" með tölum sem vísa til upphæðar í evrum þegar táknið € er ekki notað. Um samræmda notkun orðsins „cent" á öllum opinberum tungumálum ESB gilda ekki jafn strangar reglur. Það skýrist fyrst og fremst af því að í ófáum aðildarríkjum var orðið „cent" notað áður en evran var innleidd og hafði verið aðlagað að viðkomandi tungumáli. Finnar notuðu til að mynda, og nota enn, orðið „sentti" og Spánverjar „céntimo". Í öðrum skjölum en lagatextum ESB, svo sem í landslögum aðildarríkjanna, er annar ritháttur orðsins „euro" leyfilegur, í samræmi við ólíkar málfræðireglur og hefðir hvers tungumáls. Þess eru allnokkur dæmi að aðildarríki ESB noti annað orð en „euro" í daglegu tali. Þannig er lettneska orðið fyrir evru eiro, hið ungverska euró og hið maltneska ewro. Í yfirlýsingu við Lissabon-sáttmálann lýstu Lettar, Ungverjar og Maltverjar því yfir að hinn samræmdi evrópski ritháttur hefði engin áhrif á þær reglur sem gilda um ritun lettnesku, ungversku og maltnesku. Ef Íslendingar ákveða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru yrði orðið „euro" notað um hinn sameiginlega gjaldmiðil í íslenskum útgáfum evrópskra laga og reglna. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hið ágæta orð evra myndi víkja fyrir „euro" í venjulegu rituðu máli á íslensku og því síður í daglegu tali Íslendinga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun