Erlent

Ísland á móti griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi

Íslendingar og fleiri þjóðir hliðhollar hvalveiðum komu í gær í veg fyrir að komið yrði á fót griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi.

Tillagan var borin upp á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær en hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar á svæðinu í fjöldamörg ár. Að sögn AFP fréttastofunnar fóru Japanir fremstir í flokki í andstöðu við tillöguna en nutu liðsinnis Norðmanna, Rússa, Kínerja, Íslendinga og fleiri þjóða.

Tillagan var lögð fram af Argentínu, Brasilíu, Suður-Afríku og Úrúgvæ. Þrjátíu og átta þjóðir kusu með tillögunni en 21 þjóð var á móti. Samkvæmt reglum ráðsins þurfa tillögur að njóta 75 prósenta stuðnings í ráðinu og því var tillagan um griðarsvæði felld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×