Erlent

Mannfall í Írak

Fyrstu sprengjunum var komið fyrir í tveimur bílum.
Fyrstu sprengjunum var komið fyrir í tveimur bílum.
25 manns létu lífið og 40 aðrir voru særðir í sprengjuárásum í Írak í morgun.

Fyrstu sprengjurnar sprungu í borginni Karabla en þeim hefði verið komið fyrir í tveimur bílum á grænmetismarkaði og urðu fimm manns að bana. Þrjátíu aðrir voru særðir sökum sprengjurnar.

Búist er við að þúsundir pílagríma muni ferðast til Karabala á hátíð þar sem fagnað er afmælisdegi fyrrum leiðtoga Síta múslima.

Talið er að Súnní múslimar standi á bak við árásinar sem tengdir eru hryðjuverkasamtökunum al-Kaída.

Tveimur klukkustundum síðar sprakk önnur sprengja í borginni Taji þar sem þrír létu lífið og fimmtán slösuðust. Í borginni búa mest megnis Síta múslimar.

Þriðja sprengjan sprakk í Bagdad. Enginn týndi lífi en þrír lögreglumenn særðust og tveir íbúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×