Erlent

Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili

Konan dvaldi á farfuglaheimili í höfuðborg Svíþjóðar ásamt manninum sem réðst á hana. Ekki er þó vitað nánar um tengsl þeirra.
Konan dvaldi á farfuglaheimili í höfuðborg Svíþjóðar ásamt manninum sem réðst á hana. Ekki er þó vitað nánar um tengsl þeirra.
Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar.

Konan var gestur á farfuglaheimilinu og dvaldi þar ásamt manninum sem réðist á hana. Ferðamaður frá Suður-Afríku var í næsta herbergi við þau og heyrði mikil læti. Hann heyrði konuna biðja manninn vægðar og ákvað þá að skerast í leikinn. Hann braut upp hurðina og stöðvaði árásina, en maðurinn réðst þá á hann. Maðurinn náði að halda árásarmanninum niðri þar til lögregla kom á staðinn.

Konan var flutt á spítala með 22 stungusár en þrátt fyrir það er hún í stöðugu ástandi og búist við því að hún lifi af. Lögreglumaður í Stokkhólmi segir að ef maðurinn hefði ekki skorist í leikinn hefði hún látist. „Hann bjargaði lífi hennar.“ Sjálfur vildi maðurinn, sem kom fram nafnlaust í viðtali við sænska blaðið Expressen, ekki kannast við að vera hetja. Hann sagði konuna hafa þakkað sér margsinnis, en einhver hafi einfaldlega þurft að bjarga henni. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×