Erlent

Bræður hittust eftir 60 ára aðskilnað

Bræðurnir Hiroshi Kamimura og Minoru Ohye.
Bræðurnir Hiroshi Kamimura og Minoru Ohye. mynd/AP
Þó svo að þeir tali ekki lengur sama tungumálið voru endurfundirnir hjartnæmir þegar tveir bræður hittust í fyrsta sinn í 60 ár. Báðir eru sammála um að lítið hafi breyst í millitíðinni.

Minoru Ohye fagnaði 86 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni af áfanganum ferðaðist hann til Japan og heilsaði upp á bróðir sinn, Hiroshi Kamimura.

Bræðurnir fæddust í Bandaríkjunum en fjölskyldan tvístraðist þegar faðir þeirra lést í veiðislysi. Þeir voru fluttir til Japan og enduðu á sitt hvoru heimilinu. Ohye fluttist síðan aftur til Bandaríkjanna á meðan Kamimura varð eftir í Japan.

Í dag féllust bræðurnir síðan í faðma á hótelherbergi í Japan. Bandaríski bróðirinn kom færandi hendi með súkkulaði frá Kaliforníu á meðan japanski bróðirinn færði hinum sakí.

Það kom þeim síðan skemmtilega á óvart að þeir voru báðir slæmir í baki.

Ohye var hæst ánægður með að hafa loks fengið að hitta bróðir sinn. „Við verðum að nýta tækifærin sem bjóðast. Hvert veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Annað hvort fell ég frá eða hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×