Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar