Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun