Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar