Lífslíkur mínar eru 25 árum skemmri en annarra – vilt þú styðja mig? Þórunn Helga Garðarsdóttir skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Ég heiti Þórunn Helga en allir kalla mig Tótu. Ég er búin að vera félagi í Klúbbnum Geysi í níu ár. Að gerast félagi í Klúbbnum Geysi bjargaði lífi mínu. Ég var búin að loka mig inni og sængin var besti vinur minn. Ég sá engan tilgang og mig langaði bara að deyja. Ég óskaði þess oft að ég mundi ekki vakna aftur þegar ég sofnaði. Ég var búin að vera í iðjuþjálfun inni á geðdeild í smá tíma og var mér bent á Klúbbinn Geysi þar. Fyrst hélt ég að Klúbburinn Geysir væri ekki fyrir mig en það var bara hræðslan við að koma á nýjan stað og hitta nýtt fólk. Ég var orðin mjög félagsfælin en ég ákvað að koma í kynningu og skoða. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom og mér leist vel á, ég ákvað að gerast félagi strax og byrja fljótlega. Þarna fékk ég tilgang til að vakna og fara á fætur. Klúbburinn Geysir er fyrir alla sem hafa átt eða eiga við geðraskanir að stríða og allir fá sama hlýja viðmótið. Ef ég hafði ekki mætt í smá tíma þá var hringt í mig og spurt um mig, hvort væri ekki allt í lagi og hvort ég ætlaði ekki að koma. Með hjálp Geysis fékk ég trú og von. Ég var búin að vera félagi í eitt ár þegar auglýst var RTR-starf (Ráðning til reynslu) í Hagkaupum, sem ég sótti um og var ég þar í um níu mánuði. Síðan fékk ég sjálfstæða ráðningu hjá Hagkaupum eftir að RTR lauk og ég var þar í um eitt ár og þá fór ég yfir í BYKO. Þar var ég í eitt og hálft ár, en þá skall kreppan á og ég missti vinnuna. Þetta var árið 2009 og við tók erfiður tími, sem endaði með því að ég fór í meðferð í september 2010. Ég er búin að vera laus við öll hugbreytandi efni og áfengi síðan. Í dag er ég komin í vinnu á kassa í Krónunni og er að fara í verslunarfagnám í haust. Með hjálp Geysis fékk ég þor til að fara í nám. Lífslíkur þeirra sem greinast með geðsjúkdóm eru 25 árum styttri en annarra. Klúbburinn Geysir er einn af bestu stöðunum til að hækka lífslíkur okkar í þeim hópi. Ég vil hvetja alla sem geta hugsað sér að leggja Klúbbnum Geysi lið til að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupa fyrir klúbbinn minn. Klúbburinn Geysir bjargaði mér og þakka ég klúbbnum fyrir það sem ég er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Þórunn Helga en allir kalla mig Tótu. Ég er búin að vera félagi í Klúbbnum Geysi í níu ár. Að gerast félagi í Klúbbnum Geysi bjargaði lífi mínu. Ég var búin að loka mig inni og sængin var besti vinur minn. Ég sá engan tilgang og mig langaði bara að deyja. Ég óskaði þess oft að ég mundi ekki vakna aftur þegar ég sofnaði. Ég var búin að vera í iðjuþjálfun inni á geðdeild í smá tíma og var mér bent á Klúbbinn Geysi þar. Fyrst hélt ég að Klúbburinn Geysir væri ekki fyrir mig en það var bara hræðslan við að koma á nýjan stað og hitta nýtt fólk. Ég var orðin mjög félagsfælin en ég ákvað að koma í kynningu og skoða. Það var tekið vel á móti mér þegar ég kom og mér leist vel á, ég ákvað að gerast félagi strax og byrja fljótlega. Þarna fékk ég tilgang til að vakna og fara á fætur. Klúbburinn Geysir er fyrir alla sem hafa átt eða eiga við geðraskanir að stríða og allir fá sama hlýja viðmótið. Ef ég hafði ekki mætt í smá tíma þá var hringt í mig og spurt um mig, hvort væri ekki allt í lagi og hvort ég ætlaði ekki að koma. Með hjálp Geysis fékk ég trú og von. Ég var búin að vera félagi í eitt ár þegar auglýst var RTR-starf (Ráðning til reynslu) í Hagkaupum, sem ég sótti um og var ég þar í um níu mánuði. Síðan fékk ég sjálfstæða ráðningu hjá Hagkaupum eftir að RTR lauk og ég var þar í um eitt ár og þá fór ég yfir í BYKO. Þar var ég í eitt og hálft ár, en þá skall kreppan á og ég missti vinnuna. Þetta var árið 2009 og við tók erfiður tími, sem endaði með því að ég fór í meðferð í september 2010. Ég er búin að vera laus við öll hugbreytandi efni og áfengi síðan. Í dag er ég komin í vinnu á kassa í Krónunni og er að fara í verslunarfagnám í haust. Með hjálp Geysis fékk ég þor til að fara í nám. Lífslíkur þeirra sem greinast með geðsjúkdóm eru 25 árum styttri en annarra. Klúbburinn Geysir er einn af bestu stöðunum til að hækka lífslíkur okkar í þeim hópi. Ég vil hvetja alla sem geta hugsað sér að leggja Klúbbnum Geysi lið til að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupa fyrir klúbbinn minn. Klúbburinn Geysir bjargaði mér og þakka ég klúbbnum fyrir það sem ég er í dag.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun