Jafnt og þétt Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 1. apríl 2012 19:00 Aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins var haldið áfram á ríkjaráðstefnu í Brussel föstudaginn 30. mars. Á þessum fundi hófust viðræður um fjóra samningskafla til viðbótar þeim 11 sem hafa þegar verið opnaðir. Um var að ræða mikilvæga málaflokka þ.e.a.s. samkeppnismál, orkumál, neytendamál og heilsuvernd, og utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Viðræðum lauk samdægurs um neytendamál og heilsuvernd, og um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þetta þýðir að nú þegar níu mánuðir eru liðnir frá því að efnislegar samningaviðræður hófust eru viðræður hafnar um 15 samningskafla af 33, og er þegar lokið um 11 þeirra. Viðræðunum vindur fram jafnt og þétt. Evrópa og utanríkismálinUtanríkis-, öryggis- og varnarmálin eru samningssvið sem eru að öllu leyti utan EES-samningsins og Schengen og því hefði mátt ætla að viðræður um það myndu taka tíma. Engu að síður var kaflanum lokað samdægurs og búið er að ganga frá þeim texta sem fer inn í aðildarsamninginn. Þetta endurspeglar þá staðreynd að Ísland á samleið í þessum málaflokki með Evrópusambandsríkjunum. Í fyrsta lagi er Ísland bandamaður flestra ESB-ríkja en 21 af 27 aðildarríkjum ESB eiga aðild að NATO. Í öðru lagi hefur Ísland allt frá gildistöku EES-samningsins átt utanríkispólitískt samráð við ESB og styðja íslensk stjórnvöld mikinn meirihluta yfirlýsinga Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi, rétt eins og Ísland gerir yfirleitt á vettvangi norrænnar samvinnu en þrjú Norðurlandanna eiga sem kunnugt er aðild að ESB. Síðast en ekki síst þá deilum við grunngildum með ESB sem felast m.a. í virðingu fyrir mannréttindum og áherslu á friðsamlega lausn deilumála. Í viðræðunum við ESB lagði samninganefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamningi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildarríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undirstrikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti. Orkumál, samkeppni og neytendamálViðræður hófust einnig um samningskafla 15 um orkumál. Regluverk þess kafla er nú þegar að mestu leyti hluti af íslenskri löggjöf í gegnum EES-samninginn en þó þarf að semja um ákveðin atriði sem ekki voru hluti af honum og varða t.a.m. orkunýtni bygginga og lágmarksbirgðir af olíu sem eiga að vera til í öllum aðildarríkjum ESB. Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif á fyrirkomulag á Íslandi varðandi eignarhald á orkuauðlindum en ein af grundvallarreglum í orkustefnu Evrópusambandsins er að virða beri sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkja þegar kemur að nýtingu og eignarhaldi orkuauðlinda. Það gildir líka um olíuauðlindir sem kunna að finnast við Ísland. Aðild myndi þannig ekki hafa áhrif á sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga þegar kemur að nýtingu olíuauðlinda í eigu landsins við inngöngu í ESB, sbr. 2. mgr. 194. gr. Lissabon sáttmálans. Samkeppnismálin mun einnig taka ákveðinn tíma að semja um þrátt fyrir að sá samningskafli sé nú þegar hluti af EES-samningnum og Ísland framfylgi að langmestu leyti samkeppnislöggjöf Evrópusambandsins. Í samningsafstöðu okkar kemur fram að Ísland hyggst viðhalda og tryggja áfram tilvist félagslegs íbúðalánasjóðs til að fylgja eftir félagslegri stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum og tryggja jafnvægi í framboði á lánsfé til íbúðarkaupa milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þá hyggst Ísland viðhalda núverandi fyrirkomulagi á ÁTVR rétt eins og Svíar sömdu um á sínum tíma. Samningum um neytenda- og heilsuvernd var hins vegar lokið samdægurs. Það er einnig mikilvægur málaflokkur því löggjöf í honum miðar að því að tryggja öryggi vöru sem er framleidd og seld innan ESB, og tryggja neytendum margvísleg réttindi í viðskiptum s.s. í fjarsölu og neytendalánum, auk þess sem villandi auglýsingar eru bannaðar. Einhugur um hagsmuni ÍslandsFramundan er að hefja viðræður um hinn helming samningskaflanna. Þar á meðal eru viðræður um veigamikla málaflokka sem varða hagsmuni Íslands miklu, s.s. sjávarútveg, landbúnað, byggðamál og myntsamstarf. Stefnt er að því að viðræður um þessa kafla hefjist síðar á árinu. Mikil vinna hefur farið fram af Íslands hálfu og undirbúningur gengur vel. Fulltrúar í viðkomandi samningahópum hafa unnið hörðum höndum við að undirbyggja samningsafstöðu Íslands og í samningaliðinu ríkir góður andi og einhugur um að halda fast á hagsmunum Íslands. Samhliða samningavinnunni sjálfri er það mat okkar að efla þurfi umræðu um inntak viðræðnanna sjálfra. Við þurfum að hafa þrek til að ræða saman um Evrópumálin - málefnalega, fordómalaust og af virðingu fyrir ólíkum skoðunum á þeim. Aðild að Evrópusambandinu er stórt mál fyrir sérhverja þjóð og miklu varðar að vel takist til um niðurstöðuna. Þess vegna er jákvætt að umræða og umfjöllun fjölmiðla fari vaxandi. Við bendum á að öll hlutaðeigandi gögn og upplýsingar um samningaviðræðurnar má nálgast á heimasíðunni vidraedur.is. Loks skal sérstaklega getið samráðshópsins um ESB-viðræðurnar sem nýverið tók til starfa en í honum sitja 23 einstaklingar af landinu öllu, karlar og konur, yngra fólk og eldra, og síðast en ekki síst fólk sem hefur mismunandi skoðanir á Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins var haldið áfram á ríkjaráðstefnu í Brussel föstudaginn 30. mars. Á þessum fundi hófust viðræður um fjóra samningskafla til viðbótar þeim 11 sem hafa þegar verið opnaðir. Um var að ræða mikilvæga málaflokka þ.e.a.s. samkeppnismál, orkumál, neytendamál og heilsuvernd, og utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Viðræðum lauk samdægurs um neytendamál og heilsuvernd, og um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þetta þýðir að nú þegar níu mánuðir eru liðnir frá því að efnislegar samningaviðræður hófust eru viðræður hafnar um 15 samningskafla af 33, og er þegar lokið um 11 þeirra. Viðræðunum vindur fram jafnt og þétt. Evrópa og utanríkismálinUtanríkis-, öryggis- og varnarmálin eru samningssvið sem eru að öllu leyti utan EES-samningsins og Schengen og því hefði mátt ætla að viðræður um það myndu taka tíma. Engu að síður var kaflanum lokað samdægurs og búið er að ganga frá þeim texta sem fer inn í aðildarsamninginn. Þetta endurspeglar þá staðreynd að Ísland á samleið í þessum málaflokki með Evrópusambandsríkjunum. Í fyrsta lagi er Ísland bandamaður flestra ESB-ríkja en 21 af 27 aðildarríkjum ESB eiga aðild að NATO. Í öðru lagi hefur Ísland allt frá gildistöku EES-samningsins átt utanríkispólitískt samráð við ESB og styðja íslensk stjórnvöld mikinn meirihluta yfirlýsinga Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi, rétt eins og Ísland gerir yfirleitt á vettvangi norrænnar samvinnu en þrjú Norðurlandanna eiga sem kunnugt er aðild að ESB. Síðast en ekki síst þá deilum við grunngildum með ESB sem felast m.a. í virðingu fyrir mannréttindum og áherslu á friðsamlega lausn deilumála. Í viðræðunum við ESB lagði samninganefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamningi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildarríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undirstrikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti. Orkumál, samkeppni og neytendamálViðræður hófust einnig um samningskafla 15 um orkumál. Regluverk þess kafla er nú þegar að mestu leyti hluti af íslenskri löggjöf í gegnum EES-samninginn en þó þarf að semja um ákveðin atriði sem ekki voru hluti af honum og varða t.a.m. orkunýtni bygginga og lágmarksbirgðir af olíu sem eiga að vera til í öllum aðildarríkjum ESB. Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif á fyrirkomulag á Íslandi varðandi eignarhald á orkuauðlindum en ein af grundvallarreglum í orkustefnu Evrópusambandsins er að virða beri sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkja þegar kemur að nýtingu og eignarhaldi orkuauðlinda. Það gildir líka um olíuauðlindir sem kunna að finnast við Ísland. Aðild myndi þannig ekki hafa áhrif á sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga þegar kemur að nýtingu olíuauðlinda í eigu landsins við inngöngu í ESB, sbr. 2. mgr. 194. gr. Lissabon sáttmálans. Samkeppnismálin mun einnig taka ákveðinn tíma að semja um þrátt fyrir að sá samningskafli sé nú þegar hluti af EES-samningnum og Ísland framfylgi að langmestu leyti samkeppnislöggjöf Evrópusambandsins. Í samningsafstöðu okkar kemur fram að Ísland hyggst viðhalda og tryggja áfram tilvist félagslegs íbúðalánasjóðs til að fylgja eftir félagslegri stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum og tryggja jafnvægi í framboði á lánsfé til íbúðarkaupa milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þá hyggst Ísland viðhalda núverandi fyrirkomulagi á ÁTVR rétt eins og Svíar sömdu um á sínum tíma. Samningum um neytenda- og heilsuvernd var hins vegar lokið samdægurs. Það er einnig mikilvægur málaflokkur því löggjöf í honum miðar að því að tryggja öryggi vöru sem er framleidd og seld innan ESB, og tryggja neytendum margvísleg réttindi í viðskiptum s.s. í fjarsölu og neytendalánum, auk þess sem villandi auglýsingar eru bannaðar. Einhugur um hagsmuni ÍslandsFramundan er að hefja viðræður um hinn helming samningskaflanna. Þar á meðal eru viðræður um veigamikla málaflokka sem varða hagsmuni Íslands miklu, s.s. sjávarútveg, landbúnað, byggðamál og myntsamstarf. Stefnt er að því að viðræður um þessa kafla hefjist síðar á árinu. Mikil vinna hefur farið fram af Íslands hálfu og undirbúningur gengur vel. Fulltrúar í viðkomandi samningahópum hafa unnið hörðum höndum við að undirbyggja samningsafstöðu Íslands og í samningaliðinu ríkir góður andi og einhugur um að halda fast á hagsmunum Íslands. Samhliða samningavinnunni sjálfri er það mat okkar að efla þurfi umræðu um inntak viðræðnanna sjálfra. Við þurfum að hafa þrek til að ræða saman um Evrópumálin - málefnalega, fordómalaust og af virðingu fyrir ólíkum skoðunum á þeim. Aðild að Evrópusambandinu er stórt mál fyrir sérhverja þjóð og miklu varðar að vel takist til um niðurstöðuna. Þess vegna er jákvætt að umræða og umfjöllun fjölmiðla fari vaxandi. Við bendum á að öll hlutaðeigandi gögn og upplýsingar um samningaviðræðurnar má nálgast á heimasíðunni vidraedur.is. Loks skal sérstaklega getið samráðshópsins um ESB-viðræðurnar sem nýverið tók til starfa en í honum sitja 23 einstaklingar af landinu öllu, karlar og konur, yngra fólk og eldra, og síðast en ekki síst fólk sem hefur mismunandi skoðanir á Evrópusambandinu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar