Hvað ef hið óhugsandi gerist? Þórir Guðmundsson skrifar 17. janúar 2012 06:00 Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun