Hvað ef hið óhugsandi gerist? Þórir Guðmundsson skrifar 17. janúar 2012 06:00 Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun