Erlent

Þjófurinn þjakaður af samviskubiti

Jólagjafir í bíl Verðmæti sem skilin eru eftir í bílum freista gjarnan ógæfumanna.
Jólagjafir í bíl Verðmæti sem skilin eru eftir í bílum freista gjarnan ógæfumanna.
Norskur síbrotamaður á þrítugsaldri skilaði að eigin frumkvæði innpökkuðum jólagjöfum sem hann stal úr bíl í Herøy í Noregi skömmu fyrir jól. Íslendingur búsettur í Herøy átti bílinn og var að vonum glaður að endurheimta gjafirnar, en þær ætlaði hann að senda til barna á Íslandi.

„Hann hafði hugsað mikið um þetta eftir jól og varð til þess að hann skilaði gjöfunum að eigin frumkvæði,“ hefur fréttavefurinn smp.no eftir lögreglumanninum Erik Lind, eftir að upplýst var um fjölda afbrota mannsins í Herøy og Ulstein í Noregi.

Gjafirnar tók maðurinn þegar hann braust inn í fjóra bíla við samkomuhús í Herøy. Meðal gjafa í pökkunum var Nintendo-leikjatölva og var Íslendingurinn að vonum bæði hissa og glaður að endurheimta þær, að sögn lögreglunnar.

Afbrotamaðurinn var tekinn til yfirheyrslu eftir að hann í ölvunarástandi ók stolnum bíl út í skurð.

Við yfirheyrslurnar viðurkenndi hann röð innbrota og annarra auðgunarbrota. Lögregla segir manninn teljast til góðkunningja hennar vegna afbrota tengdum fíkniefnum.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×