Erlent

Parmesan ostur valdur að útkalli lögreglu í danska þinghúsið

Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út í skyndi í gærdag að Christiansborg, húsakynnum danska þingsins. Þar hafði dularfullt duft fundist á borði í bókasafni þingsins á þriðju hæð þess.

Christiansborg var lokað í hálfan annan tíma meðan að lögreglan rannsakaði málið. Í ljós kom að hið dularfulla duft var malaður parmesan ostur.

Þinghald var ekki í gangi í Christiansborg þegar þetta mál kom upp og truflaði það því ekki störf þingsins. Margir af starfsmönnum þingsins voru hinsvegar innilokaðir í húsinu meðan á rannsókninni stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×