Erlent

Sálir stóðhesta hreinsaðar í eldi - myndir

Reiðmennirnir þurfa oft á tíðum að drekka í sig hugrekki en bærinn er víðfrægur fyrir vínakra sína.
Reiðmennirnir þurfa oft á tíðum að drekka í sig hugrekki en bærinn er víðfrægur fyrir vínakra sína. mynd/AP
Hin árlega Luminarias hátíð var haldin í spænska smábænum San Bartolome de Pinares í dag. Reiðmenn og bændur hreinsa þá sálir dýra sinna með því sveipa þau þykkum reyk.

Hátíðin er haldin til heiðurs Sankti Antóníusi en hann hefur frá miðöldum verið verndari heimilisdýra. Talið er að fyrsta Luminarias hátíðin hafi verið haldin fyrir rúmlega 500 árum.

Konur og börn safna spreki og reisa stóra bálkesti. Þegar kvöldar stökkva síðan reiðmenn á hestum sínum yfir eldana. Með þessu hljóta dýrin vernd dýrlingsins.

Athöfninni lýkur á miðnætti en þá taka veisluhöldin við. Drukkið er vín sem bruggað er í nágrenni bæjarins og eru pylsur grillaðar á bálköstunum.

Dýraverndunarsamtök hafa lengi vel gagnrýnt hátíðina og segja meðferð hestanna vera skammarlega. Skipuleggjendur Luminarias eru þó á öðru máli og halda því fram að hestarnir verði ekki fyrir skaða þegar þeir stökkva yfir eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×