„Verðvernd“ er grín á kostnað neytenda Baldur Björnsson skrifar 4. apríl 2012 06:00 Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? Ef svo ólíklega vill til, þá hefurðu væntanlega keypt vöru í verslun sem auglýsti verðvernd og séð hana svo auglýsta á lægra verði annars staðar. Til að fá mismuninn endurgreiddan hefurðu þurft að taka auglýsinguna með þér, tryggja að verð og dagsetning komi þar fram, ganga úr skugga um að viðkomandi vara sé til hjá seljandanum og gera þér ferð í verslunina með verðverndinni til að fá mismuninn greiddan. Endurgreiðslan hefur þó síður en svo verið örugg, vegna þess að seljandinn hefur sjálfdæmi um hvort hann tekur samanburðarvöruna gilda. Þegar tekið hefur verið tillit til tíma og bensínkostnaðar, þá þarf verðmismunurinn helst að nema þúsundum króna til að fyrirhöfnin sé þess virði. Svo er í fæstum tilfellum. Öllu frekar er verið að tala um tíkalla og hundraðkalla. Með öðrum orðum, ef þú hefur margt betra að gera við tíma þinn og peninga, þá er afskaplega ólíklegt að þú hafir nokkru sinni látið reyna á loforð um „verðvernd“.„Verðvernd“ gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann En hefurðu þá spáð í hvers vegna ákveðnar verslunarkeðjur auglýsa verðvernd eins og enginn sé morgundagurinn? Stundum lítur út eins og verðvernd sé aðalsöluvara þeirra. Úr því að verðvernd hefur nánast ekkert að segja fyrir neytandann, hvers vegna ætli þessar verslanir leggi slíka ofuráherslu á að auglýsa hana? Svarið liggur í augum uppi. Verðvernd gefur í skyn að viðkomandi verslun bjóði hagstætt verð, jafnvel lægra verð en allir aðrir. Enda auglýsir ein verslunarkeðjan í sífellu „Verðvernd – lægsta verðið.“ Staðreyndin er þó auðvitað að verðvernd gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann. Það liggur í augum uppi að ef fjárhagslegur ávinningur neytandans af að láta reyna á verðverndina er minni en enginn, vegna tíma, fyrirhafnar, kostnaðar og óvissu, þá er hún marklaus. Verðvernd er því lítið annað en leiktjöld. Verðvernd gefur eitthvað í skyn sem jafnvel engin innistæða er fyrir.Verðvernd en samt hæsta verðið Í raun getur verslun verið með hæsta verðið, en samt auglýst verðvernd í bak og fyrir. Í reglum Neytendastofu nr. 366/2010 um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði segir meðal annars: „Bjóði seljandi verðvernd ber honum að kanna reglulega verð á markaði og leiðrétta verð sitt í samræmi við það.“ Ætla mætti við lestur þessarar málsgreinar að verðvernd þýði það sama og lægsta verð, þ.e. að sá sem auglýsir verðvernd sé sífellt að bera sig saman við aðra til að tryggja að vera alltaf að bjóða lægsta verðið. Svo er auðvitað ekki, enda segir í þessum reglum að sá sem býður verðvernd skuli einungis greiða mismuninn ef sama vara fæst ódýrari annars staðar. Reglurnar gera því engar kröfur um að sá sem býður verðvernd sé með lægsta verðið. Hver sem er getur auglýst verðvernd og samt selt vöruna á hæsta verðinu. Aðeins í þeim tilfellum þar sem neytandinn hefur fyrir því að láta reyna á rétt sinn þarf seljandinn að greiða mismuninn.Skilmálar sem stríða gegn reglum Þær verslanir sem mest spila á verðverndina setja þar að auki mun strangari skilmála fyrir endurgreiðslu en segir í reglum Neytendastofu nr. 366/2008, um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þar segir m.a.: „Í verðvernd felst skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda, fái hann greiddan verðmuninn.“ Verslunarkeðjurnar krefjast þess að keppinautur hafi auglýst vöruna á lægra verði. Þá má varan ekki vera á útsölu, rýmingarsölu, eða á tilboði (svo fáránlegt sem það kann að virðast), né í takmörkuðu magni eða til sölu á netinu. Verslanirnar ákveða sjálfar hvort ódýrari varan sé sú sama og þær selja, sem á við í fæstum tilfellum þar sem þær selja mikið til vörur sem enginn annar flytur inn. Ekkert í reglum Neytendastofu heimilar þessi skilyrði fyrir verðvernd. Samt komast verslanirnar upp með þau. Tilgangurinn er augljós. Ef svo ólíklega vildi til að einhver neytandi kæmi með sönnun um ódýrari vöru til að fá mismuninn endurgreiddan, þá eru skilyrðin sett til að tryggja að ekki þurfi að standa við fögru fyrirheitin nema í einstaka tilvikum.Hvers vegna skyldu engir aðrir auglýsa verðvernd? Verðvernd er ekkert annað en aumt grín á kostnað neytenda. Verðvernd er fyrst og fremst notuð til að telja neytendum trú um að sá sem býður verðvernd bjóði alltaf lægsta verðið, þótt svo sé yfirleitt ekki. Neytendur hafa sjaldnast ávinning af því að bera sig eftir smávægilegum mismun á verði með þeirri fyrirhöfn sem skapast af skilyrðum verðverndar. Neytendur mættu spyrja sig hvers vegna þessar tvær „verðverndarverslanir“ leggja svona mikið upp úr að auglýsa verðvernd fremur en að bjóða einfaldlega lægsta verðið. Og ef einhver heldur að verðvernd skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina, þá ætti sá sami að spá í hvers vegna engar aðrar verslanir auglýsa verðvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? Ef svo ólíklega vill til, þá hefurðu væntanlega keypt vöru í verslun sem auglýsti verðvernd og séð hana svo auglýsta á lægra verði annars staðar. Til að fá mismuninn endurgreiddan hefurðu þurft að taka auglýsinguna með þér, tryggja að verð og dagsetning komi þar fram, ganga úr skugga um að viðkomandi vara sé til hjá seljandanum og gera þér ferð í verslunina með verðverndinni til að fá mismuninn greiddan. Endurgreiðslan hefur þó síður en svo verið örugg, vegna þess að seljandinn hefur sjálfdæmi um hvort hann tekur samanburðarvöruna gilda. Þegar tekið hefur verið tillit til tíma og bensínkostnaðar, þá þarf verðmismunurinn helst að nema þúsundum króna til að fyrirhöfnin sé þess virði. Svo er í fæstum tilfellum. Öllu frekar er verið að tala um tíkalla og hundraðkalla. Með öðrum orðum, ef þú hefur margt betra að gera við tíma þinn og peninga, þá er afskaplega ólíklegt að þú hafir nokkru sinni látið reyna á loforð um „verðvernd“.„Verðvernd“ gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann En hefurðu þá spáð í hvers vegna ákveðnar verslunarkeðjur auglýsa verðvernd eins og enginn sé morgundagurinn? Stundum lítur út eins og verðvernd sé aðalsöluvara þeirra. Úr því að verðvernd hefur nánast ekkert að segja fyrir neytandann, hvers vegna ætli þessar verslanir leggi slíka ofuráherslu á að auglýsa hana? Svarið liggur í augum uppi. Verðvernd gefur í skyn að viðkomandi verslun bjóði hagstætt verð, jafnvel lægra verð en allir aðrir. Enda auglýsir ein verslunarkeðjan í sífellu „Verðvernd – lægsta verðið.“ Staðreyndin er þó auðvitað að verðvernd gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann. Það liggur í augum uppi að ef fjárhagslegur ávinningur neytandans af að láta reyna á verðverndina er minni en enginn, vegna tíma, fyrirhafnar, kostnaðar og óvissu, þá er hún marklaus. Verðvernd er því lítið annað en leiktjöld. Verðvernd gefur eitthvað í skyn sem jafnvel engin innistæða er fyrir.Verðvernd en samt hæsta verðið Í raun getur verslun verið með hæsta verðið, en samt auglýst verðvernd í bak og fyrir. Í reglum Neytendastofu nr. 366/2010 um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði segir meðal annars: „Bjóði seljandi verðvernd ber honum að kanna reglulega verð á markaði og leiðrétta verð sitt í samræmi við það.“ Ætla mætti við lestur þessarar málsgreinar að verðvernd þýði það sama og lægsta verð, þ.e. að sá sem auglýsir verðvernd sé sífellt að bera sig saman við aðra til að tryggja að vera alltaf að bjóða lægsta verðið. Svo er auðvitað ekki, enda segir í þessum reglum að sá sem býður verðvernd skuli einungis greiða mismuninn ef sama vara fæst ódýrari annars staðar. Reglurnar gera því engar kröfur um að sá sem býður verðvernd sé með lægsta verðið. Hver sem er getur auglýst verðvernd og samt selt vöruna á hæsta verðinu. Aðeins í þeim tilfellum þar sem neytandinn hefur fyrir því að láta reyna á rétt sinn þarf seljandinn að greiða mismuninn.Skilmálar sem stríða gegn reglum Þær verslanir sem mest spila á verðverndina setja þar að auki mun strangari skilmála fyrir endurgreiðslu en segir í reglum Neytendastofu nr. 366/2008, um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þar segir m.a.: „Í verðvernd felst skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda, fái hann greiddan verðmuninn.“ Verslunarkeðjurnar krefjast þess að keppinautur hafi auglýst vöruna á lægra verði. Þá má varan ekki vera á útsölu, rýmingarsölu, eða á tilboði (svo fáránlegt sem það kann að virðast), né í takmörkuðu magni eða til sölu á netinu. Verslanirnar ákveða sjálfar hvort ódýrari varan sé sú sama og þær selja, sem á við í fæstum tilfellum þar sem þær selja mikið til vörur sem enginn annar flytur inn. Ekkert í reglum Neytendastofu heimilar þessi skilyrði fyrir verðvernd. Samt komast verslanirnar upp með þau. Tilgangurinn er augljós. Ef svo ólíklega vildi til að einhver neytandi kæmi með sönnun um ódýrari vöru til að fá mismuninn endurgreiddan, þá eru skilyrðin sett til að tryggja að ekki þurfi að standa við fögru fyrirheitin nema í einstaka tilvikum.Hvers vegna skyldu engir aðrir auglýsa verðvernd? Verðvernd er ekkert annað en aumt grín á kostnað neytenda. Verðvernd er fyrst og fremst notuð til að telja neytendum trú um að sá sem býður verðvernd bjóði alltaf lægsta verðið, þótt svo sé yfirleitt ekki. Neytendur hafa sjaldnast ávinning af því að bera sig eftir smávægilegum mismun á verði með þeirri fyrirhöfn sem skapast af skilyrðum verðverndar. Neytendur mættu spyrja sig hvers vegna þessar tvær „verðverndarverslanir“ leggja svona mikið upp úr að auglýsa verðvernd fremur en að bjóða einfaldlega lægsta verðið. Og ef einhver heldur að verðvernd skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina, þá ætti sá sami að spá í hvers vegna engar aðrar verslanir auglýsa verðvernd.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun