„Verðvernd“ er grín á kostnað neytenda Baldur Björnsson skrifar 4. apríl 2012 06:00 Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? Ef svo ólíklega vill til, þá hefurðu væntanlega keypt vöru í verslun sem auglýsti verðvernd og séð hana svo auglýsta á lægra verði annars staðar. Til að fá mismuninn endurgreiddan hefurðu þurft að taka auglýsinguna með þér, tryggja að verð og dagsetning komi þar fram, ganga úr skugga um að viðkomandi vara sé til hjá seljandanum og gera þér ferð í verslunina með verðverndinni til að fá mismuninn greiddan. Endurgreiðslan hefur þó síður en svo verið örugg, vegna þess að seljandinn hefur sjálfdæmi um hvort hann tekur samanburðarvöruna gilda. Þegar tekið hefur verið tillit til tíma og bensínkostnaðar, þá þarf verðmismunurinn helst að nema þúsundum króna til að fyrirhöfnin sé þess virði. Svo er í fæstum tilfellum. Öllu frekar er verið að tala um tíkalla og hundraðkalla. Með öðrum orðum, ef þú hefur margt betra að gera við tíma þinn og peninga, þá er afskaplega ólíklegt að þú hafir nokkru sinni látið reyna á loforð um „verðvernd“.„Verðvernd“ gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann En hefurðu þá spáð í hvers vegna ákveðnar verslunarkeðjur auglýsa verðvernd eins og enginn sé morgundagurinn? Stundum lítur út eins og verðvernd sé aðalsöluvara þeirra. Úr því að verðvernd hefur nánast ekkert að segja fyrir neytandann, hvers vegna ætli þessar verslanir leggi slíka ofuráherslu á að auglýsa hana? Svarið liggur í augum uppi. Verðvernd gefur í skyn að viðkomandi verslun bjóði hagstætt verð, jafnvel lægra verð en allir aðrir. Enda auglýsir ein verslunarkeðjan í sífellu „Verðvernd – lægsta verðið.“ Staðreyndin er þó auðvitað að verðvernd gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann. Það liggur í augum uppi að ef fjárhagslegur ávinningur neytandans af að láta reyna á verðverndina er minni en enginn, vegna tíma, fyrirhafnar, kostnaðar og óvissu, þá er hún marklaus. Verðvernd er því lítið annað en leiktjöld. Verðvernd gefur eitthvað í skyn sem jafnvel engin innistæða er fyrir.Verðvernd en samt hæsta verðið Í raun getur verslun verið með hæsta verðið, en samt auglýst verðvernd í bak og fyrir. Í reglum Neytendastofu nr. 366/2010 um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði segir meðal annars: „Bjóði seljandi verðvernd ber honum að kanna reglulega verð á markaði og leiðrétta verð sitt í samræmi við það.“ Ætla mætti við lestur þessarar málsgreinar að verðvernd þýði það sama og lægsta verð, þ.e. að sá sem auglýsir verðvernd sé sífellt að bera sig saman við aðra til að tryggja að vera alltaf að bjóða lægsta verðið. Svo er auðvitað ekki, enda segir í þessum reglum að sá sem býður verðvernd skuli einungis greiða mismuninn ef sama vara fæst ódýrari annars staðar. Reglurnar gera því engar kröfur um að sá sem býður verðvernd sé með lægsta verðið. Hver sem er getur auglýst verðvernd og samt selt vöruna á hæsta verðinu. Aðeins í þeim tilfellum þar sem neytandinn hefur fyrir því að láta reyna á rétt sinn þarf seljandinn að greiða mismuninn.Skilmálar sem stríða gegn reglum Þær verslanir sem mest spila á verðverndina setja þar að auki mun strangari skilmála fyrir endurgreiðslu en segir í reglum Neytendastofu nr. 366/2008, um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þar segir m.a.: „Í verðvernd felst skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda, fái hann greiddan verðmuninn.“ Verslunarkeðjurnar krefjast þess að keppinautur hafi auglýst vöruna á lægra verði. Þá má varan ekki vera á útsölu, rýmingarsölu, eða á tilboði (svo fáránlegt sem það kann að virðast), né í takmörkuðu magni eða til sölu á netinu. Verslanirnar ákveða sjálfar hvort ódýrari varan sé sú sama og þær selja, sem á við í fæstum tilfellum þar sem þær selja mikið til vörur sem enginn annar flytur inn. Ekkert í reglum Neytendastofu heimilar þessi skilyrði fyrir verðvernd. Samt komast verslanirnar upp með þau. Tilgangurinn er augljós. Ef svo ólíklega vildi til að einhver neytandi kæmi með sönnun um ódýrari vöru til að fá mismuninn endurgreiddan, þá eru skilyrðin sett til að tryggja að ekki þurfi að standa við fögru fyrirheitin nema í einstaka tilvikum.Hvers vegna skyldu engir aðrir auglýsa verðvernd? Verðvernd er ekkert annað en aumt grín á kostnað neytenda. Verðvernd er fyrst og fremst notuð til að telja neytendum trú um að sá sem býður verðvernd bjóði alltaf lægsta verðið, þótt svo sé yfirleitt ekki. Neytendur hafa sjaldnast ávinning af því að bera sig eftir smávægilegum mismun á verði með þeirri fyrirhöfn sem skapast af skilyrðum verðverndar. Neytendur mættu spyrja sig hvers vegna þessar tvær „verðverndarverslanir“ leggja svona mikið upp úr að auglýsa verðvernd fremur en að bjóða einfaldlega lægsta verðið. Og ef einhver heldur að verðvernd skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina, þá ætti sá sami að spá í hvers vegna engar aðrar verslanir auglýsa verðvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? Ef svo ólíklega vill til, þá hefurðu væntanlega keypt vöru í verslun sem auglýsti verðvernd og séð hana svo auglýsta á lægra verði annars staðar. Til að fá mismuninn endurgreiddan hefurðu þurft að taka auglýsinguna með þér, tryggja að verð og dagsetning komi þar fram, ganga úr skugga um að viðkomandi vara sé til hjá seljandanum og gera þér ferð í verslunina með verðverndinni til að fá mismuninn greiddan. Endurgreiðslan hefur þó síður en svo verið örugg, vegna þess að seljandinn hefur sjálfdæmi um hvort hann tekur samanburðarvöruna gilda. Þegar tekið hefur verið tillit til tíma og bensínkostnaðar, þá þarf verðmismunurinn helst að nema þúsundum króna til að fyrirhöfnin sé þess virði. Svo er í fæstum tilfellum. Öllu frekar er verið að tala um tíkalla og hundraðkalla. Með öðrum orðum, ef þú hefur margt betra að gera við tíma þinn og peninga, þá er afskaplega ólíklegt að þú hafir nokkru sinni látið reyna á loforð um „verðvernd“.„Verðvernd“ gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann En hefurðu þá spáð í hvers vegna ákveðnar verslunarkeðjur auglýsa verðvernd eins og enginn sé morgundagurinn? Stundum lítur út eins og verðvernd sé aðalsöluvara þeirra. Úr því að verðvernd hefur nánast ekkert að segja fyrir neytandann, hvers vegna ætli þessar verslanir leggi slíka ofuráherslu á að auglýsa hana? Svarið liggur í augum uppi. Verðvernd gefur í skyn að viðkomandi verslun bjóði hagstætt verð, jafnvel lægra verð en allir aðrir. Enda auglýsir ein verslunarkeðjan í sífellu „Verðvernd – lægsta verðið.“ Staðreyndin er þó auðvitað að verðvernd gerir lítið sem ekkert fyrir neytandann. Það liggur í augum uppi að ef fjárhagslegur ávinningur neytandans af að láta reyna á verðverndina er minni en enginn, vegna tíma, fyrirhafnar, kostnaðar og óvissu, þá er hún marklaus. Verðvernd er því lítið annað en leiktjöld. Verðvernd gefur eitthvað í skyn sem jafnvel engin innistæða er fyrir.Verðvernd en samt hæsta verðið Í raun getur verslun verið með hæsta verðið, en samt auglýst verðvernd í bak og fyrir. Í reglum Neytendastofu nr. 366/2010 um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði segir meðal annars: „Bjóði seljandi verðvernd ber honum að kanna reglulega verð á markaði og leiðrétta verð sitt í samræmi við það.“ Ætla mætti við lestur þessarar málsgreinar að verðvernd þýði það sama og lægsta verð, þ.e. að sá sem auglýsir verðvernd sé sífellt að bera sig saman við aðra til að tryggja að vera alltaf að bjóða lægsta verðið. Svo er auðvitað ekki, enda segir í þessum reglum að sá sem býður verðvernd skuli einungis greiða mismuninn ef sama vara fæst ódýrari annars staðar. Reglurnar gera því engar kröfur um að sá sem býður verðvernd sé með lægsta verðið. Hver sem er getur auglýst verðvernd og samt selt vöruna á hæsta verðinu. Aðeins í þeim tilfellum þar sem neytandinn hefur fyrir því að láta reyna á rétt sinn þarf seljandinn að greiða mismuninn.Skilmálar sem stríða gegn reglum Þær verslanir sem mest spila á verðverndina setja þar að auki mun strangari skilmála fyrir endurgreiðslu en segir í reglum Neytendastofu nr. 366/2008, um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þar segir m.a.: „Í verðvernd felst skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda, fái hann greiddan verðmuninn.“ Verslunarkeðjurnar krefjast þess að keppinautur hafi auglýst vöruna á lægra verði. Þá má varan ekki vera á útsölu, rýmingarsölu, eða á tilboði (svo fáránlegt sem það kann að virðast), né í takmörkuðu magni eða til sölu á netinu. Verslanirnar ákveða sjálfar hvort ódýrari varan sé sú sama og þær selja, sem á við í fæstum tilfellum þar sem þær selja mikið til vörur sem enginn annar flytur inn. Ekkert í reglum Neytendastofu heimilar þessi skilyrði fyrir verðvernd. Samt komast verslanirnar upp með þau. Tilgangurinn er augljós. Ef svo ólíklega vildi til að einhver neytandi kæmi með sönnun um ódýrari vöru til að fá mismuninn endurgreiddan, þá eru skilyrðin sett til að tryggja að ekki þurfi að standa við fögru fyrirheitin nema í einstaka tilvikum.Hvers vegna skyldu engir aðrir auglýsa verðvernd? Verðvernd er ekkert annað en aumt grín á kostnað neytenda. Verðvernd er fyrst og fremst notuð til að telja neytendum trú um að sá sem býður verðvernd bjóði alltaf lægsta verðið, þótt svo sé yfirleitt ekki. Neytendur hafa sjaldnast ávinning af því að bera sig eftir smávægilegum mismun á verði með þeirri fyrirhöfn sem skapast af skilyrðum verðverndar. Neytendur mættu spyrja sig hvers vegna þessar tvær „verðverndarverslanir“ leggja svona mikið upp úr að auglýsa verðvernd fremur en að bjóða einfaldlega lægsta verðið. Og ef einhver heldur að verðvernd skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina, þá ætti sá sami að spá í hvers vegna engar aðrar verslanir auglýsa verðvernd.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun