Siðlaus rányrkja vegna stundargróða Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun