
Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu
Til marks um umskiptin voru ferðamenn í nýliðnum mars tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. Þessi aukni straumur til landsins nú yfir vetrartímann skilar sér í vaxandi mæli til alls landsins. Umsvif í vetrarferðamennsku hafa t.a.m. aukist talsvert á Norðurlandi í vetur. Í ár gæti fjöldi erlendra ferðamanna orðið nálega 620 þúsund. Mitt mat er reyndar að hann gæti orðið allt að 650 þúsund þegar upp verður staðið.
„Ísland allt árið" og skemmtiferðaskip
Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Þar ber einna hæst markaðsátakið „Inspired by Iceland". Ferðaþjónustuaðilar eru einnig sammála um mikinn árangur nú þegar af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetrarferðamennskuátakinu „Ísland allt árið". Á komandi sumri verður metfjöldi innlendra og erlendra flugfélaga með áætlunarflug til landsins. Nýjasta fréttin í því sambandi er tilkynning EasyJet um heilsársflug frá London til Íslands. Ákvörðun EasyJet að veðja á Ísland sem nýjan áfangastað er sérlega áhugaverð fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem félagið er 10. stærsta flugfélag í heimi og það 5. stærsta í Evrópu með þétt net um allt meginlandið og raunar víðar.
Íslensku flugfélögin eru einnig á mikilli siglingu eins og sést hefur á nýlegum fréttum af stækkuðum flugflota og auknu framboði Icelandair til Bandaríkjanna, aukinni stundvísi og breyttu skipulagi Iceland Express og tilkomu WoW air inn á markaðinn. Þá stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. Samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mun ekki mælast í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Það jákvæða við þessa þróun er sú að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa.
Fjárfesting í innviðum
Mikil fjárfesting hefur átt sér stað innan ferðaþjónustu á síðustu árum. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað mikið víða um land og mun fjölga enn frekar. Þá hefur fjölbreyttum þjónustufyrirtækjum fjölgað. Nú geta erlendir ferðamenn valið um margar tegundir afþreyingar þegar þeir heimsækja landið, t.d. fjallaleiðsögn, hvalaskoðun og svo framvegis. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur.
Eftir hraðan vöxt ferðaþjónustunnar á síðustu árum er ein helsta ógnunin mikill ágangur á vinsæla staði. Til að ferðaþjónustan geti áfram vaxið og dafnað þarf að fjölga þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja, dreifa álaginu og einnig og ekki síður bæta innviðina. Það verður sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna í greininni og stjórnvalda.
Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna. Vaxandi umsvif munu skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu – ekki veitir af upplífgandi tíðindum og vonandi að sem flestir finni sig í að taka þeim vel.
Skoðun

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þing í þágu kvenna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Drengir á jaðrinum
Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Þráinn Farestveit skrifar

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar