Fylgið hefur hrunið af Verkamannaflokknum, einum stjórnarflokkanna í Noregi. Þetta sýnir ný skoðanakönnun en samkvæm henni fær Verkamannaflokkurinn 28% fylgi.
Í ágúst á síðasta ári, í kjölfar fjöldamorðanna í Útey, fór fylgi flokksins yfir 40% og var það einkum þakkað frammistöðu Jens Stoltenberg formanns flokksins og forsætisráðherra. Hann fékk mikið hrós fyrir það hvernig hann tók á afleiðingum fjöldamorðanna.
Ástæðan fyrir fylgishruni Verkamannaflokksins eru einkum vinnubrögð Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra sem er sakaður um að hafa veitt fjármagni í ýmis vafasöm verkefni.
Fylgið hrynur af norska Verkamannaflokknum
