Konan heitir Laurie Penny og er þekktur blaðamaður í Bretlandi. Hún greindi frá atvikinu á samskiptamiðlinum Twitter. Þar sagði hún að Gosling hafi rifið í sig þegar hún steig óvart í veg fyrir leigubíl í Manhattan.
Penny birti þessi skilaboð stuttu eftir atvikið:
I literally, LITERALLY just got saved from a car by Ryan Gosling. Literally. That actually just happened.
— Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012
Identity of no-idea-if-actually-a-manarchist-but-definitely-a-decent-sort Ryan Gosling confirmed by girl near me, who said 'you lucky bitch'Penny birti nokkur skilaboð í kjölfarið þar sem hún lýsti aðdraganda atviksins. Þá staðfesti önnur kona að Gosling hefði sannarlega verið að verki.
— Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012
Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Penny hefur nú biðlað til fjölmiðla þar í landi um að hætta að reyna að hafa samband við sig. Hún hefur einnig lýst undrun sinni á þeirri miklu athygli sem stök færsla á Twitter hafi fengið.
Hún þakkaði Gosling fyrir lífsbjörgina en vildi þó ekki gera mikið úr málinu. "Flestir hefðu gert hið saman," sagði Penny á Twitter.

En Gosling er ekki aðeins vinsæll hjá kvikmyndagerðarmönnum og íbúum New York. Undarlega hefur Gosling orðið að einskonar táknmynd fræðilegrar umræðu um femínisma og kyngervi.
Fyrir nokkrum mánuðum hóf ung námskona í Bandaríkjunum að birta ljósmyndir af Gosling ásamt hugleiðingum úr fræðum femínismans. Vefsíða konunnar hefur vakið gríðarlega athygli. Sjálfur hefur Gosling lýst yfir ánægju sinni með síðuna.
Hann gekk svo langt að lesa af nokkrum myndum í spjallþætti í Bandaríkjunum fyrir stuttu.