Fjölmiðlafár eftir að Ryan Gosling bjargaði konu í New York 4. apríl 2012 20:42 Ryan Gosling mynd/AFP Bandaríski leikarinn Ryan Gosling bjargaði ungri konu frá því að verða fyrir leigubíl í New York í dag. Málið hefur vakið töluverða athygli, ekki einungis vegna hetjudáðar leikarans, heldur vegna eftirkasta atviksins. Konan heitir Laurie Penny og er þekktur blaðamaður í Bretlandi. Hún greindi frá atvikinu á samskiptamiðlinum Twitter. Þar sagði hún að Gosling hafi rifið í sig þegar hún steig óvart í veg fyrir leigubíl í Manhattan. Penny birti þessi skilaboð stuttu eftir atvikið:I literally, LITERALLY just got saved from a car by Ryan Gosling. Literally. That actually just happened. — Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012Identity of no-idea-if-actually-a-manarchist-but-definitely-a-decent-sort Ryan Gosling confirmed by girl near me, who said 'you lucky bitch' — Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012Penny birti nokkur skilaboð í kjölfarið þar sem hún lýsti aðdraganda atviksins. Þá staðfesti önnur kona að Gosling hefði sannarlega verið að verki. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Penny hefur nú biðlað til fjölmiðla þar í landi um að hætta að reyna að hafa samband við sig. Hún hefur einnig lýst undrun sinni á þeirri miklu athygli sem stök færsla á Twitter hafi fengið. Hún þakkaði Gosling fyrir lífsbjörgina en vildi þó ekki gera mikið úr málinu. "Flestir hefðu gert hið saman," sagði Penny á Twitter.Ein af fjölmörgum myndum sem metnaðarfulla námskonan hefur birt á vefsíðu sinni.mynd/feministryangosling.tumblr.comÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Gosling skýtur upp kollinum þegar hætta steðjar að. Fyrir nokkrum mánuðum stöðvaði hann slagsmál tveggja manna í Manhattan. Atvikið náðist á myndband og fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. En Gosling er ekki aðeins vinsæll hjá kvikmyndagerðarmönnum og íbúum New York. Undarlega hefur Gosling orðið að einskonar táknmynd fræðilegrar umræðu um femínisma og kyngervi. Fyrir nokkrum mánuðum hóf ung námskona í Bandaríkjunum að birta ljósmyndir af Gosling ásamt hugleiðingum úr fræðum femínismans. Vefsíða konunnar hefur vakið gríðarlega athygli. Sjálfur hefur Gosling lýst yfir ánægju sinni með síðuna. Hann gekk svo langt að lesa af nokkrum myndum í spjallþætti í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Ryan Gosling bjargaði ungri konu frá því að verða fyrir leigubíl í New York í dag. Málið hefur vakið töluverða athygli, ekki einungis vegna hetjudáðar leikarans, heldur vegna eftirkasta atviksins. Konan heitir Laurie Penny og er þekktur blaðamaður í Bretlandi. Hún greindi frá atvikinu á samskiptamiðlinum Twitter. Þar sagði hún að Gosling hafi rifið í sig þegar hún steig óvart í veg fyrir leigubíl í Manhattan. Penny birti þessi skilaboð stuttu eftir atvikið:I literally, LITERALLY just got saved from a car by Ryan Gosling. Literally. That actually just happened. — Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012Identity of no-idea-if-actually-a-manarchist-but-definitely-a-decent-sort Ryan Gosling confirmed by girl near me, who said 'you lucky bitch' — Laurie Penny (@PennyRed) April 3, 2012Penny birti nokkur skilaboð í kjölfarið þar sem hún lýsti aðdraganda atviksins. Þá staðfesti önnur kona að Gosling hefði sannarlega verið að verki. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Penny hefur nú biðlað til fjölmiðla þar í landi um að hætta að reyna að hafa samband við sig. Hún hefur einnig lýst undrun sinni á þeirri miklu athygli sem stök færsla á Twitter hafi fengið. Hún þakkaði Gosling fyrir lífsbjörgina en vildi þó ekki gera mikið úr málinu. "Flestir hefðu gert hið saman," sagði Penny á Twitter.Ein af fjölmörgum myndum sem metnaðarfulla námskonan hefur birt á vefsíðu sinni.mynd/feministryangosling.tumblr.comÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Gosling skýtur upp kollinum þegar hætta steðjar að. Fyrir nokkrum mánuðum stöðvaði hann slagsmál tveggja manna í Manhattan. Atvikið náðist á myndband og fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. En Gosling er ekki aðeins vinsæll hjá kvikmyndagerðarmönnum og íbúum New York. Undarlega hefur Gosling orðið að einskonar táknmynd fræðilegrar umræðu um femínisma og kyngervi. Fyrir nokkrum mánuðum hóf ung námskona í Bandaríkjunum að birta ljósmyndir af Gosling ásamt hugleiðingum úr fræðum femínismans. Vefsíða konunnar hefur vakið gríðarlega athygli. Sjálfur hefur Gosling lýst yfir ánægju sinni með síðuna. Hann gekk svo langt að lesa af nokkrum myndum í spjallþætti í Bandaríkjunum fyrir stuttu.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira