Erlent

Skrapp óvart til Íslands

BBI skrifar
Pólskur eftirlaunaþegi ætlaði að bregða sér í heimsókn frá Hirtshals í Danmörku til Kristjánssands í Noregi. Fyrir ótrúleg mistök var hann sendur um borð í Norrænu og siglt til Íslands.

Wieslaw Garstecki er 57 ára pólverji. Síðasta laugardag ætlaði hann að skreppa yfir Ermasundið í heimsókn til fjölskyldu sinnar. Siglingin á milli Danmerkur og Noregs tekur um tvo tíma. Eftir nokkurra tíma siglingu fór hann að gruna að ekki væri allt með feldu því hann sá hvergi til lands.

Wieslaw hafði þá lent um borð í Norrænu og var á leið til Íslands. Sú sigling tekur eina þrjá daga.

Þegar Wieslaw uppgötvaði mistökin stóð fjölskyldan hans á bryggju á Kristjánssandi í Noregi og beið. Loks þegar hann náði sambandi við ættingja sína gat hann sagt þeim að honum myndi seinka um viku því hann þyrfti að sigla alla leið til Íslands og aftur til baka með Norrænunni. Hann verður því kominn í faðm fjölskyldunnar á morgun eftir sjö daga siglingu.

Wieslaw var að eigin sögn dolfallinn yfir fegurðinni á Íslandi en fannst aftur á móti nokkuð kalt í veðri.

Sigling til og frá Íslandi með Norrænunni kostar venjulega eina persónu yfir 75 þúsund krónur. Smyril Line, sem rekur Norrænu, ætla hins vegar ekki að rukka Wieslaw fyrir ferðalagið. Starfsmenn félagsins segja þetta alveg sérstakt tilfelli, eitthvað sem gerist ekki nema á hundrað ára fresti.

Wieslaw er að eigin sögn bara ánægður með siglinguna. „Maður verður bara að sjá húmorinn í þessu," segir hann.

Umfjöllun Dagbladet um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×